Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 3

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 3
EINAR OLGEIRSSON UPPREISN ÆSKU OG ALÞÝÐU Með þingkosningunum 13. júní og stjórn- armynduninni 14. iúlí var óvænt brotið við blað í stjórnmálasögu 20. aldarinnar. Um- skiptin urðu þau mestu, er orðið hafa síðan 1942 og höfðu fæstir búist við slíku, í svo fastar skorður, sem fylgi flokkanna var kom- ið. KOSNINGABARÁTTA OG KOSNINGAÚRSLIT Þótt kosningabaráttan væri víðast með hefðbundnum hætti, þá breytti sjónvarpið nú svip hennar mjög og aðgángi að almenn- ingi, — og þegar á síðustu kosningavikuna leið í Reykjavík og Alþýðubandalagið reið á vaðið með fyrsta flokkspólitískan fund í L:.ugardalshöllinni og fékk á hann um 5000 manns, þá var greinilegt að mikil umskipti voru í aðsigi. Hve mikil sýndu úrslitin. Stjórnarflokkarnir biðu algeran ósigur, — hröpuðu úr 32 þingsætum niður í 28, — og varð Alþýðuflokkurinn eðlilega verst úti og hlaut þá refsingu fyrir langa íhaldsþjón- usm að hrapa niður í 6 þingsæti úr 9- Hef- ur hann nú rúm 10% atkvæða, en hafði 1934, þegar gengi hans var mest 21,7% og var þá jafnsterkur Framsókn. Er það eftir- tektarvert og eðlilegt að Alþýðuflokkurinn fái slíka útreið, þegar hann rekur íhalds- pólitík, en hitt jafn athyglisvert að bezt hef- ur honum vegnað í kosningum á þessu tímabili eftir að hann var knúinn til stjórn- arsamstarfs við Sósíalistaflokkinn í nýsköp- unarstjórninni og fékk í þingkosningunum 1946 17,8% allra atkvæða. En eigi varð síður eftirtektarvert að stærsti stjórnarándstöðuflokkurinn, Fram- sókn, skyldi ekki vinna á, heldur hrapa úr 28,1% atkvæða 1967 niður í 25,6% og 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.