Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 17
ar nú sífellt barátta Karls við þýzka auðvaldið og
gegn hernaðarstefnu þess. Sérstaklega urðu fraeg-
ar afhjúpanir hans 1913 á miskunnarlausu gróða-
bralli Krupp-verksmiðjanna, sem seldu hlnum ýmsu
stórveldum á vixl nýtizkustu hergögn og ýttu undir
vígbúnaðarkapphlaupið. Einnig ferðaðist Karl er-
lendio til þess að glæða alþjóðahyggju verkalýðs-
ins og camstöðu gegn stríði því, sem auðvaldið var
að und.rbúa. Þannig talaði hann síðast á fjölda-
fundum i Frakklandi í júlí 1914.
Þegar striðið brauzt út og forusta flokksins brást,
hóf Karl Liebknecht ásamt Rosu Luxemburg bar-
áttuna gegn því. Var sagt nokkuð frá þeirri baráttu
i greininni um Rosu Luxemburg i síðasta hefti
Réttar og verður ekki endurtekið hér. Það stóð
m klll Ijcmi um Karl Liebknecht fyrir hetjulega bar-
áttu hans þá. Ofoóknunum gegn honum linti ekki.
Milli þess, sem hann barðist gegn stríðinu á ríkis-
þlnginu og fundum, var hann ýmist kvaddur í herinn
eða sat í fangelsi, eftir 1. maí ræðu sína 1916 á
Potsdam-torgi gegn striðinu, frá því í nóvember
1916 til 23. október 1918.
Þegar Karl Liebknecht kom úr fangelsinu í Luc-
kau til Anhalt-járnbrautarstöðvarinnar í Berlín tóku
þúsundir verkamanna og hermanna á móti honum.
iekur hann strax að undirbúa byltingu þá, sem
siðan hófst 9. nóvember, en þá lýsti hann yfir
stofnun frjáls, sósíalistísks lýðveldis af svölum keis-
arahallarinnar. En leiðtogar sósialdemókrataflokks-
ins lýstu stofnun lýðveldis og tókst að halda meiri-
hluta verkalýðsins með sér, þrátt fyrir hina miklu
ólgu, er gripið hafði alþýðu manna. Hófst nú hinn
m:kli sorgleikur þýzkrar verklýðshreyfingar. Kröt-
unum, er brugðizt höfðu alþýðunni, tekst að hag-
nýta meirihluta sinn til þess, — með aðstoð hers-
ins — að berja byltingaröflin niður. En þvi miður
fóru þessi róttæku byltingaröfI ekki að ráðum beztu
leiðtoga sinna: Þegar Kommúnistaflokkur Þýzka-
lands var stofnaður upp úr Spartacus-samtökunum
30. desember 1918 til 1. janúar 1919, var ókveðið á
móti ráðum Karls og Rósu og fleiri forystumanna
að taka ekki þátt í kosningum til þjóðþingsins. Og
síðan var þann 6. janúar hafin upreisn af hálfu
byltingarsamtaka. Var hún kæfð í blóði. Þann 15.
janúar voru Karl og Rósa myrt af hermönnum aft-
urhaldsins.
Karl Liebknecht var hinn mikli eldhugi verklýðs-
hreyfingarinnar þýzku, hinn hugdjarfi bardagamað-
ur, sem aldrei brást, áróðursmaður með afbrigðum
í ræðu og riti.
Karl Liebknecht með syni sinum Wilhelm i Tier-
garten í Berlín 7. desember 1918.
I siðustu ritstjórnargrein sinni i málgagni flokks-
ins ,,Rote Fahne" (Rauði fáninn), sem út kom 15.
janúar ritar hann þessi ódauðlegu orð, er hann
svarar úr leyniskjóli sínu storkandi ummælum aft-
urhaldsins er hrósar sigri yfir að Spartacus, —
en svo hétu samtök vinstri sósíalistanna í höfuð
frelsisforingjans fræga — skuli nú yfirbugaður:
„ „Spartacus fallinn!"
Ó, noi. Við höfum ekki flúið, höfum ekki verið
sigraðir. Og þótt þeir hneppi oss i fjötra — við
erum hér og verðum hér! Og sigurinn verður okkar.
Því Spartacus — það er eldur og andi, það er
sál og hjarta, það er vilji og dáð verkalýðsbylting-
arinnar. Og Spartacus — það er öll neyð og ham-
ingjuþrá, öll baráttueinbeitni hins stéttvisa verka-
lýðs. Því Spartacus — það er sósíalismi og hsims-
bylting.
137