Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 17

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 17
ar nú sífellt barátta Karls við þýzka auðvaldið og gegn hernaðarstefnu þess. Sérstaklega urðu fraeg- ar afhjúpanir hans 1913 á miskunnarlausu gróða- bralli Krupp-verksmiðjanna, sem seldu hlnum ýmsu stórveldum á vixl nýtizkustu hergögn og ýttu undir vígbúnaðarkapphlaupið. Einnig ferðaðist Karl er- lendio til þess að glæða alþjóðahyggju verkalýðs- ins og camstöðu gegn stríði því, sem auðvaldið var að und.rbúa. Þannig talaði hann síðast á fjölda- fundum i Frakklandi í júlí 1914. Þegar striðið brauzt út og forusta flokksins brást, hóf Karl Liebknecht ásamt Rosu Luxemburg bar- áttuna gegn því. Var sagt nokkuð frá þeirri baráttu i greininni um Rosu Luxemburg i síðasta hefti Réttar og verður ekki endurtekið hér. Það stóð m klll Ijcmi um Karl Liebknecht fyrir hetjulega bar- áttu hans þá. Ofoóknunum gegn honum linti ekki. Milli þess, sem hann barðist gegn stríðinu á ríkis- þlnginu og fundum, var hann ýmist kvaddur í herinn eða sat í fangelsi, eftir 1. maí ræðu sína 1916 á Potsdam-torgi gegn striðinu, frá því í nóvember 1916 til 23. október 1918. Þegar Karl Liebknecht kom úr fangelsinu í Luc- kau til Anhalt-járnbrautarstöðvarinnar í Berlín tóku þúsundir verkamanna og hermanna á móti honum. iekur hann strax að undirbúa byltingu þá, sem siðan hófst 9. nóvember, en þá lýsti hann yfir stofnun frjáls, sósíalistísks lýðveldis af svölum keis- arahallarinnar. En leiðtogar sósialdemókrataflokks- ins lýstu stofnun lýðveldis og tókst að halda meiri- hluta verkalýðsins með sér, þrátt fyrir hina miklu ólgu, er gripið hafði alþýðu manna. Hófst nú hinn m:kli sorgleikur þýzkrar verklýðshreyfingar. Kröt- unum, er brugðizt höfðu alþýðunni, tekst að hag- nýta meirihluta sinn til þess, — með aðstoð hers- ins — að berja byltingaröflin niður. En þvi miður fóru þessi róttæku byltingaröfI ekki að ráðum beztu leiðtoga sinna: Þegar Kommúnistaflokkur Þýzka- lands var stofnaður upp úr Spartacus-samtökunum 30. desember 1918 til 1. janúar 1919, var ókveðið á móti ráðum Karls og Rósu og fleiri forystumanna að taka ekki þátt í kosningum til þjóðþingsins. Og síðan var þann 6. janúar hafin upreisn af hálfu byltingarsamtaka. Var hún kæfð í blóði. Þann 15. janúar voru Karl og Rósa myrt af hermönnum aft- urhaldsins. Karl Liebknecht var hinn mikli eldhugi verklýðs- hreyfingarinnar þýzku, hinn hugdjarfi bardagamað- ur, sem aldrei brást, áróðursmaður með afbrigðum í ræðu og riti. Karl Liebknecht með syni sinum Wilhelm i Tier- garten í Berlín 7. desember 1918. I siðustu ritstjórnargrein sinni i málgagni flokks- ins ,,Rote Fahne" (Rauði fáninn), sem út kom 15. janúar ritar hann þessi ódauðlegu orð, er hann svarar úr leyniskjóli sínu storkandi ummælum aft- urhaldsins er hrósar sigri yfir að Spartacus, — en svo hétu samtök vinstri sósíalistanna í höfuð frelsisforingjans fræga — skuli nú yfirbugaður: „ „Spartacus fallinn!" Ó, noi. Við höfum ekki flúið, höfum ekki verið sigraðir. Og þótt þeir hneppi oss i fjötra — við erum hér og verðum hér! Og sigurinn verður okkar. Því Spartacus — það er eldur og andi, það er sál og hjarta, það er vilji og dáð verkalýðsbylting- arinnar. Og Spartacus — það er öll neyð og ham- ingjuþrá, öll baráttueinbeitni hins stéttvisa verka- lýðs. Því Spartacus — það er sósíalismi og hsims- bylting. 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.