Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 6
Efsta línan sýnir styrkleikaþróun ihaldsins á landsmælikvarða í þingkosningum frá 1942 (siðari kosningum)
til 1971, allt i hlutfallstölum, línan fyrir neðan samsvarandi þróun verklýðsflokkanna samanlagt. Tvær neðri
línurnar sýna styrkleikaþróun verklýðsflokkanna innbyrðis, hin efri Sósialistaflokksins og Alþýðubandalags-
ins, hin neðri Alþýðuflokksins, — allt í þingkosningum á landsmælikvarða. — Nákvæmar hlutfallstölur
hvert ár eru þessar: 1942: Ih. 38.5. Vkfl. 32.7 (Sós. 18.5, A. 14.2). — 1946: !h. 39.4, Vklfl. 37.3 (Sós. 19.5,
A. 17.8). — 1949: Ih. 39.5, Vkfl. 36.0 (sós. 19.5. A. 16.5). — 1953: Ih. 37.1, Vklfl. 31.7 (Sós. 16.1, A. 15.6).
(Þetta ár klauf Lýðveldisflokkurinn nokkurt fylgi frá ihaldinu og Þjóðvarnarflokkurinn þá og næstu ár frá
Sós.fl. og Alþbl.). — 1956: Ih. 42.4, Vklfl. 37.5 (AB 19.2, A. 18.3). — 1959: (fyrri kosn.) Ih. 42,5, Vklfl. 27.8
(AB 15.3, A. 12.5). — 1959: (síðari kosn.) íh. 39.7, Vklfl. 31.2 (AB 16.0, A. 15.2). — 1963: Ih. 41.4, Vklfl.
30.2 (AB 16.0, A. 14.2). — 1967: Ih. 37.5, Vklfl. 33.3 (AB + HV = 13.9 + 3.7 = 17.6, A. 15.7). — 1971:
Ih. 36.20, Vklfl. 36.51 (AB 17.12, A. 10.45, S. 8.96).
nú hafa fengið hann sem yfirboðara —
menntamálaráðherra. — Meirihluti þeirra
manna, sem nú skipa ríkisstjórn Islands, stóðu
fyrir 5 árum síðan saman í Alþýðubandalag-
inu sem samfylkingarsamtökum og eru nú
bornir fram til valda af róttækustu stjórn-
málaöldu, sem risið hefur á íslandi síðan
1942.
En athugum nú höfuðstefnu stjórnarinnar
í sjálfstæðis- og stéttabaráttumálum og
hvaða möguleikar þar með skapast fyrir al-
þýðu manna.
126