Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 11

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 11
inn fyrir sjálfstœðn íslenzku efnahagslífi bœ'öi með lítfærslu fiskveiðilögsögunnar og hindr- un þess að erlent auðvald gleypi foss- aflið, svo og að tryggja Islendingum sjálfum og einum öll yfirráð yfir landi sinu og sjó um alla framtíð. En það er einmitt frum- skilyrði þess að vinnandi stéttir Islands geti í framtíðinni ráðið landi sínu og notið auð- linda þess að nú sé hindrað að erlent vald á einn eða annan máta (rányrkju fiskimiða, herstöðvum, yfirdrottnun orku) nái þeim tök- um á landinu að það verði raunveruleg ný- lenda þess. STÉTTABARÁTTA OG VALDAAÐSTAÐA ALÞÝÐU Ljóst er að íslenzka alþýðustjórnin ætlar samkvæmt stefnuskrá sinni að vinna að hags- bómm alþýðu og reyna af fremsta magni að stöðva þann skollaleik, sem viðgengist hefur undanfarna áratugi að velta hverri kauphækk- un út í verðlagið með gengislækkun og verðhækkunum. Heitið er að vinna að lög- gildingu 40 stunda vinnuviku, fjögurra vikna orlofi og allt að 20% kauphækkun lágra launa á næsm tveim árum. Viðbrögðin hjá ráðherrum Alþýðubandalagsins í trygginga- málum, fiskverðsmálum og iðnaðarmálum á fyrsm vikum stjórnarinnar hafa þegar sýnt að hér fylgja athafnir orðum. En sú er orðin sár og löng reynsla verka- lýðsins og launafólks alls að svo mikilvægt sem það er að knýja fram kauphækkanir og kjarabæmr, þá stoði það ekki til að tryggja örugga og batnandi lífsafkomu, nema aukin völd verkalýðsins fylgi með, örugg og mikil áhrif hans fyrst og fremst í öllu atvinnu- og fjármálalífinu. Það hefur úrslitaþýðingu fyrir alla framtíðarstöðu verkalýðsins og samtaka hans að það takist að lögfesta slíka stöðu hans í þjóðfélaginu einmitt nú þegar á þessu kjörtímabili alþýðustjórnarinnar. Annars vegar þarf að tryggja vald verka- fólks og starfsfólks á hverjum vinnustað, — a. m. k. hinum stærri: lýðræðið í atvinnu- lífinu. Ljóst er að allri slíkri löggjöf og að- stöðu fylgir áhætta og ábyrgð. Fulltrúar verkamanna mega ekki verða áhrifalausar brúður atvinnurekenda eða forstjóra, er snúi þeim um fingur sér sakir sérþekkingar á viss- um atriðum. Slík hætta samábyrgðar um stjórn eða óstjórn fylgir víða þessu fyrir- komulagi, fulltrúarnir verða í reynd vald- lausir meðstjórnendur, sem máske gera þá verkafólkið samábyrgt óstjórn og spillingu. Þau réttindi og vald, sem fylgir raunverulegu lýðræði í átvinnulífinu, gera miklar kröfur til félagslegs þroska verkafólks og fulltrúa þess, ekki síst um þekkingu á atvinnulífinu og rekstri þess. Og aðstöðu fulltrúanna þarf vel að tryggja svo sjálfstæðir menn og konur geti beitt sér óhikað í slíkri nýrri valdastöðu verkalýðsins. Hins vegar þarf að tryggja vald verka- lýðs og annars vinnandi fólks í sjálfu fjár- málalífi þjóðarinnar bæði í samræmi við framlag hans til þjóðarbúsins sem aðilja þeirra vinnu, er auðinn skapar, — sem og í samræmi við eign hans á hinum stóru sjóðum atvinnuleysistrygginganna. Eign verkalýðs- samtakanna einna á þessum 1800 miljón króna sjóði er ótvíræð. En hana þarf að festa enn ótvíræðar í lögum og veita verklýðs- samtökunum, með vissu eftirliti ríkisins, höf- uðvaldið yfir Jaeim sjóðum með þeim tak- mörkunum einum, er lögin segja fyrir um. Hingað til hefur afturhaldið getað beitt ríkis- valdinu til þess að rýra í sífellu gildi fjárins 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.