Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 9

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 9
II. BROTTFLUTNINGUR BANDARÍSKS HERS Á KJÖRTÍMABILINU Þegar þessi ríkisstjórn var mynduð, voru liðin rétt 30 ár síðan Bandaríkjaher yfir- tók hernumið Island úr höndum Breta með úrslitaskilyrðum og nauðungarsamning, sem ólöglegt Alþingi var látið játast undir eftir að amerískur her hafði hertekið landið. Þegar þetta kjörtímabil rennur út, verða liðin tæp 30 ár síðan bandarísk yfirdrottn- unarstefna sýndi sitt sanna andlit gagnvart Islandi og umheiminum, þegar ameríska rík- isstjórnin ætlaði sér 1. okt. 1945 að knýja Íslendinga til þess að ofurselja þrjá staði á Islandi undir amerísk yfirráð sem herstöðvar til 99 ára. Þá kom bandarískur yfirgangur fram ógrímuklæddur, án allrar hræsni um lýðræðisverndun, Atlandshafsbandalag o. s. frv. Og þetta gerðist þá í sömu mund og Sovétstjórnin lýsti yfir því, að hún færi með her sinn úr Norður-Noregi og Borgundar- hólmi. Bandarískt hervald hefur síðan á annan hátt náð þeim ítökum í herstöðvum hér, sem það vald hefur orðið að afla sér með blóð- ugum átökum annars staðar — eins og t Víetnam. Og einmitt um þessar mundir er það gert opinbert í Bandaríkjunum, hvernig ríkisstjórnir þess lands hafa logið að þjóð- þinginu, þjóðinni og öðrum þjóðum, til þess að geta beitt hervaldi sínu til árása á aðrar þjóðir undir fölskum forsendum. En hér heima heldur Morgunblaðið — það blað, sem einna hundflatast allra afturhaldsmál- gagná Evrópu liggur fyrir erlendu valdi — Magnús Kjartansson áfram að lofa ameríska imperíalismann og ljúga upp á andstæðinga hans eins og það lofaði Hitler 1933 og laug því að kommún- istar hefðu kveikt í Ríkisþingshúsinu. — Með ofbeldi tók Bandaríkjaher ísland 1941, — með hótunum um áframhaldandi opinbert hernám var Keflavíkursamningurinn knúinn fram 1946, — með blekkingarloforðum um herstöðvalaust land voru stjórnarflokkarnir ginntir til að afnema hlutleysi íslands 1949, — og að Alþingi forspurðu hertók banda- rískur her ísland 1951. Og svo syngur Morgunblaðið ár eftir ár að Bmdaríkin séu verndari vor og hættan á árás á ís- 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.