Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 24

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 24
Angela Davis er ekki meðlimur í samtök- um Svartra hlébarða, en hún styður sam- tökin. Hún var til skamms tíma prófessor í heimspeki við háskóla einn í Kaliforníu, en áður hafði hún verið nemandi Herberts Mar- cuse. Henni var hins vegar umsvifalaust vik- ið úr stöðu sinni af háskólayfirvöldum, þegar upp komst, að hún var meðlimur í Komm- únistaflokki Bandaríkjanna. Þykir allur mála- tilbúnaður ákæruvaldsins gegn henni reistur á mjög hæpnum forsendum og hefur þannig verið að málum staðið af hálfu opinberra að- ila, að óhugsandi má telja að Angela Davis hljóti óhlutdræga málsmeðferð og réttlátan dóm. Má í þessu sambandi minna á hástemd- ar þakkir Nixons til lögreglunnar við hand- töku hennar, en hann bar í sjónvarpsviðta'i lof á lögregluna fyrir að hafa haft hendur í hári {x-ssarar „þjóðhættulegu persónu". Var einhver að tala um að menn skyldu teljast saklausir, unz sekt þeirra hefði verið sönnuð? Síðustu fregnir frá Bandaríkjunum herma hins vegar að mótmælaalda gegn réttarhöld- unum sé nú tekin að rísa og er ekki útséð um hver endalok málsins verða. Pólitísk grundvallarsjónarmið Svörtu hlé- barðinna eru um margt athyglisverð, því að þau stangast á við kenningar ýmissa leiðtoga baráttuhreyfingar blökkumanna á síðari ár- um. Þeir líta ekki á sig sem „þjóðernissinna" eingöngu, heldur sem „byltingarsinnaða þjóð- ernissinna", en byltingarsinnuð getur sú þjóð- ernisstefna ein kallast, sem byggir á bylting- arsinnaðri fræðikenningu, þ.e. marxisma. Eldridge Cleaver hefur lagt áherzlu á, að raun- veruleg þjóðfélagsbylting í Bandaríkjunum sé óhjákvæmileg forsenda þess að bandarískir blökkumenn geti öðlazt frelsi undan þeirri áþján, sem þeir eiga við að búa. I samræmi við þetta grundvallarsjónarmið óska Svörtu hlébarðarnir eftir samstarfi og bandalagi við róttæka og byltingarsinnaða hópa í röðum hinna hvítu gegn sameiginlegum andstæð- ingi. Þeir líta ekki á baráttu sína fyrst og fremst sem réttindabaráttu eins kynþáttar, heldur sem lið í baráttu stétta og þjóða gegn arðránskerfi hins alþjóðlega kapítalisma. Af þessu leiðir, að Svörtu hlébarðarnir líta á hina „svörm borgarastétt" sem andstæðing sinn. Samtök svartra hlébarða hafa átt við mikla og margvíslega erfiðleika að etja síðastliðið 1V2 ár. Fréttaskýrendur í borgaralegum blöð- um og tímarimm töldu, að þessi byltingar- samtök blökkumanna hefðu runnið sitt skeið á enda. Ymsir atburðir, sem átm sér stað innan samtakanna, virmst renna stoðum undir réttmæti slíkra ályktana. Harðar deilur komu upp milli þeirra leiðtoga samtakanna, sem ekki sátu í fangelsi, og endurspegla þær flokkadrætti, valdabarátm og hugmynda- fræðilegan ágreining innan samtakanna. I þessum deilum hafa átzt við tveir megin- hópar. Annar hópurinn lýtur forysm þeirra Huey P. Newtons og Davids Hillards, for- ingja flokkssamtakanna í New York. Þeir og fylgismenn þeirra líta svo á, að megin- verkefni samtakanna eigi að vera að byggja upp skipulegan stjórnmálaflokk með lenin- ísku sniði. Af því leiðir, að þeir leggja áherzlu á skipulagsmál samtakanna og á skólun og þjálfun starfsmanna þeirra. Þessi hópur lítur þeim augum á valdbeitingu í stjórnmálabaráttunni, að hún eigi fyrst og fremst rétt á sér sem liður í sjálfsvörn hins svarta samfélags. Newton, Hillard og áhang- endur þeirra telja einnig, að svörtu hlébarð- arnir eigi að leggja sig í líma um að koma á samfylkingu með kommúnistum og öðrutn róttækum hvenær sem tök eru á slíku. Hinn hópurinn, sem myndazt hefur, lýtur forystu Eldridge Cleavers. Cleaver hefur í málflutningi sínum lagt megináherzlu á nauðsyn vopnaðar baráttu öreigalýðsins gegn 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.