Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 44
„Feguröin og mannlífiö eru tveir elskend-
ur, sem fá ekki að mcetast, sagði Orn Ulfar"
„Ég viðurkenni einga fegurð meðan mann-
lífið er einn óslitinn glœpur, sagði Örn Úlfar.
Ef ég gerði það, mundi ég líta á sjálfan mig
sem siðspilltan aumingja." ....
„Fegurðin, það er jörðin, það er grasið á
jörðinni. Andinn, það er himininn með Ijósi
sinu yfir höfðum okkar, loftið með þessum
hvítu skýjum sumarsins sem dragast saman
í flóka og greiðast sundur. Ef það vœri rétt-
lceti í veröldinni þá cetti ég aðeins eina ósk,
og hún vceri sú að mega liggja uppíloft í
grasinu, í þessu himneska Ijósi, og horfa á
skýin. En hver sem heldur að fegurðin sé
eitthvað sem hann geti notið sérstaklega fyrir
sig sjálfan, aðeins með því að yfirgefa aðra
menn og loka augunum fyrir þvi mannlífi
sem hann er þátt7/r af, — hann er ekki vinur
fegurðarinnar."......
„Og fegurðin mun ríkja ein."
Halldór Laxness:
Höll sumarlandsins. — Fegurð himinsins.
Rætur íslenzks menningarmeiðs liggja dýpra ó-
slitnar en nokkurrar annarrar evrópskrar þjóðar
aftur til þess stéttlausa ættasamfélags þar sem
manngildið eitt var metið, af því þar var aðeins
um að ræða að meta hinn vinnandi mann en hvorki
tign né auð eða þá, sem slíkt áttu eða báru, því
þeir voru enn ekki til.
O'rlagaspurningin er hvort oss takist að ráða
niðurlögum manngildisfjandsamlegs kapítalisma
með allri hans peningadýrkun áður en honum hef-
ur tekizt að rífa upp ísienzkan menningarmeið með
„Og ekki var hugsjón hans hegning né laun,
Nei, hún var alls manngöfgis sjálfskyldu-
rai/n."
Stephan G. Stephansson:
„Aftaka óeirðarmannsins"
rótum hans öllum og varpa honum á bál auð-
hyggjunnar, guði sínum Mammoni til dýrðar, —
auðhyggjunnar, ægilegasta eyðingarafls heimsmenn-
ingarinnar, þess er veldur mannssálinni mestum
tómleika og mannshuganum mestri niðurlægingu.
Og einmitt þessi mannfjandsamlega auðhyggja*
er nú boðuð sem fagnaðarboðskapur af valda-
mestu aðilum lands vors, sem allt skuli lúta: land
og þjóð — og öllu skuli fórnað fyrir: fegurð nátt-
úru og mannlífs.
Islenzk alþýða hefur áður sýnt að hún gat —
í krafti þeirrar sósíalistísku hugsjónar, er gagn-
tók hana, hugsjónar samhjálpar og samheldni hinna
smáu og fátæku, — hrist af sér hlekki fátæktar-
innar.
Nú á íslenzk þjóð sjálfstæði sitt, menningu og
framtíð undir því að alþýðan kunni að leysa sjálfa
sig og þar með þjóðina úr álagafjötrum peninga-
valdsins. Og til þess að svo geti orðið má verk-
lýðshreyfingin aldrei verða undirorpin mati burgeis-
anna á peningum, dýrkun þeirra á auði og auð-
magni, heldur þvert á móti halda hátt á loft mati
hins vinnandi manns, manngildinu, og leggja með
allri baráttu sinni allt fjármagn og fé undir það eitt
að þjóna velferð hins vinnandi manns, frelsi hans
og menningarhugsjón. E. O.
* Auðhyggjan er eftirsókn auðmanna og þeirra, er
girnast aðstöðu þeirra í lífinu, eftir auðnum sem
gróðatæki, kúgunarvaldi, er allt þjóðlíf skuli lúta.
Auðmaðurinn, sem að vísu sækist eftir peningum,
lítur sjólfur venjulega á þá, sem eitthvað óhreint,
skylt mútum og svikum. Auðhyggjan á því ekkert
ckylt við baráttu verkamannsins fyrir launum sín-
um og lífi enda lítur hinn vinnandi maður á pen-
inga sem hann vinnur sér fyrir sem ávöxt síns
erfiðis.
164