Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 8

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 8
LúSvik Jósepsson I. FISKVEIÐILÖGSAGA 50 MÍLUR Með landráðasamningnum 19-51, uppgjöf- inni fyrir brezku árásarvaldi eftir að sigur var unninn, höfðu fyrrverandi stjórnarflokkar ofurselt Bretum og Haagdómstólnum valdið um stækkun fiskveiðilögsögunnar, þvert ofan í íslenzku landhelgislögin frá 1948. Þáverandi stjórnarandstöðuflokkar lýsm þennan „samning" þá þegar ólöglegan og að engu hafandi og standa við það nú, er þeir hafa náð meirihluta. 128 Tíu ára reynsla af fiskveiðunum sýnir að 50 mílna lögsaga er jafn óhjákvæmileg fytir ísland nú og 12 mílna fiskveiðilögsaga var 1958. Þar sem fiskveiðar eru grundvöllur alls efnahagslífs íslands, gegnir um þessa út- færslu alveg sérstöku máli, sem gerir það að verkum að þjóðir sem ella vilja halda fast við 12 mílna fiskveiðilögsögu, ættu að fást tll að virða einhliða útfærslu hjá okkur. Annað mikilvægt atriði kemur og til álita. Eyðing lífsins í sjónum er orðið alþjóðlegt vandamál. Með vaxandi veiðitækni er gengið svo á fiskstofnana að þurð vofir yfir. Einnig frá alþjóðlegu sjónarmiði er því útfærsla íslenzku fiskveiðilögsögunnar nauðsynleg, til verndar fiskstofninum á einhverjum auðug- ustu fiskimiðum heims. Meðferð síldarstofns- ins sýnir bezt hættuna. Og enn bætist annað við: Skefjalaus gróðafíkn stóriðjuauðvaldsins hefur leitt til þess að eitruðum úrgangsefnum er fleygt í sjó og vötn. Rínarfljót er þegar orðið pestarlækur. Eystrasalt er eyðilegging- unni undirorpið. Ákvörðun alþýðustjórnarinnar íslenzku um 100 mílna mengunarlögsögu er því bráð- nauðsynleg ráðstöfun, þjóðlega og alþjóðlega séð. Það er bókstaflega baráttan fyrir lífinu í sjónum og lífsgrundvelli fólks í lands, sem hér er háð í senn gegn skefjalausri ágengni rányrkjuvalds sem og tillitslausri eyðingu lífs af hendi stóriðjuvalds, sem magnað er slíkri gróðafíkn að engin mannleg takmörk þekkir. Um einbeitta og afsláttarlausa framkvæmd 50 mílna fiskveiðilögsögu og 100 mílna mengunarlögsögu þarf öll þjóðin að standa einhuga bak við alþýðustjórnina. Framtíðar- grundvöllur efnahagslífs Islands er í veði og varðveizla fiskstofns á beztu fiskimiðurn heims fyrir fiskneytendur annars staðar í ver- öldinni. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.