Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 13

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 13
verkalýðsflokkanna víki endanlega fyrir samstarfi þeirra í verklýðssamtökunum, í rík- isstjórn, jafnvel í kosningum. Þeir viðurkenni heiðarlega hvað þeim ber á milli, en samein- ist um þau stórfeldu hagsmuna-, valda- og réttindamál íslenzkra launastétta, sem þeir hefðu nú aðstöðu til að koma fram, ef þeir leggjast á eitt. Slíkir samvirkir verklýðsflokkar yrðu sarn- stundis sterkasta stjórnmálaaflið á Islandi og — með einhuga Alþýðusamband að baki sér — voldugasti aðilinn í íslenzka þjóðfélaginu. Það hafa áður verið möguleikar á slíku samstarfi verklýðsflokkanna, en voru ýmist ekki hagnýttir eða of stutt. Haustið 1936 hefði slíkt samstarf getað tekizt, ef Alþýðu- flokkurinn hefði þá borið gæfu til þess að taka í útrétta hendi Kommúnistaflokksins, en valdi þá í staðinn stríð oghefuraldreiborið þess bætur. A árinu 1938 endurtók tækifærið sig, en þá spillti hægri armur Alþýðuflokksins möguleikunum með brottrekstri Héðins Valdimarssonar. Og enn eyðilagði hægri arm- ur Alþýðuflokksins slíka samstarfsmöguleika 1956 og rak þá Hannibal úr flokknum fyrir að beita sér fyrir samstarfi. Það er vissulega tími til kominn að varan- legt samstarf verklýðsflokkanna takist. Fram- tíð verklýðshreyfingarinnar og vald hennar liggur við að það tækifæri, er nú gefst, verði gripið. Auðvitað hvxlir mikil ábyrgð á forusm verklýðsflokkanna um að svona samstarf tak- ist, — að lagður verði að því raunhæfur grundvöllur og stefnt að æ nánara samstaríi. Fyrir Alþýðubandalagið sem flokk íslenzkra sósíalista ríður á að efla skjótt og vel sósíal- istískan þroska sinn og virka þátttöku sem mests fjölda í flokknum, svo það verði sem fyrst sem stærstur skipulagður sósíalistískur fjöldaflokkur. Fyrir forustu þess mun á reyna að sameina í framkvæmd sveigjanleik og stefnufestu. — En forustumál verklýðsflokk- anna eru veigameiri mál en svo að reynt verði að gera þeim skil í þessari grein. Það fór lítið fyrir samstarfi verklýðsflokk- ar.na í þeim tveim stjórnum, sem þeir voru saman i fram til þessa: nýsköpunarstjórninni og vinstri stjórninni. Gifta þessarar stjórnar veltur á því að á tímabilinu takist slíkt sam- starf raunhæft og öruggt, rismikið og traust. Þá er samstarf verklýðshreyfingarinnar við Framsókn. Þetta er í þriðja sinn, sem Framsókn mynd- ar stjórn með verklýðsflokkum með Ihaldið í andstöðu. Stjórnirnar 1934—38 og 1956 —58 sprengdi hún báðar á kröfum um gerð- ardóma og kauplækkanir. Þær aðfarir eru víti til varnaðar. Sprengi hún alþýðustjórn í þriðja sinn á svipuðum forsendum, þá býst ég við að það yrði í síðasta sinn í sögunni, sem Framsókn hefði forusm um stjórnarmyndun með verklýðsflokkum. „Allt er þegar þrennt er." Hættan er mest að Framsókn fáist ekki til að gera alvarlegar og nauðsynlegar ráðstaf- anir í eftirfarandi málum: 1) að koma skipu- lagi heildaráætlunar á kolbrjálað öngþveitið í fjárfestingarmálum, — og hefur hún þó mikið um það talað meðan hún var í stjórn- arandstöðu, — 2) að þrífa til í frumskógi vá- tryggingarfélaga og bifreiðainnflutnings, — 3) að koma viturlegu skipulagi á bankakerfi landsins í nánu sambandi við framkvæmd fjárfestingaráætlana. En vafalaust þarfnast Framsókn alvarlegs aðhalds frá alþýðu hálfu til að tryggja framkvæmd stjórnarstefnu jafnt í sjálfstæðismálum sem efnahagsmálum. En þess er að vænta að forysta Framsókn- ar hafi nokkuð lært í 12 ára „útlegð" og svo mikið er víst að fylgi hennar er nú mun róttækara en verið hefur í áratugi. Þess er óskandi að sú gifta, er fylgdi forustu Fram- sóknar við myndun þessarar íslenzku alþýðu- 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.