Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 49

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 49
leiki á að vera til að sigra. Auðmannaklíkurn- ar, sem standa að baki stóru borgaraflokk- unum, verja æ meira fé í forsetakosningarn- ar. 1952 var talið að kosningarnar hefðu kostað þær um 140 miljónir dollara og 1968 var þetta komið upp í 300 miljónir dollara. — Og þetta auð-ræði vilja sumir undarlegir menn telja fyrirmyndar lýðræði. Það hefði lítið þýtt fyrir fátækan mann eins og Abraham Lincoln að bjóða sig fram til forsetakjörs í Bandaríkjunum í dag. Svo er sagt að þegar hann bauð sig fram til þings 1846, þá hafi vinir hans lánað honum 200 dollara til að standast kostnaðinn. Sagan segir að hann hafi notað 75 cent fyrir epla- vín og skilað 199,25 dollurum að kosningum loknum. STÓRKAUPMAÐUR DAUÐANS í tveim heimsstyrjöldum var hlutverk vopnaframleiðendanna óhugnanlegt. Þeir höfðu áhuga á að koma styrjöldum af stað — vegna gróðans. Því festist við þá nafnið „kaupmenn dauðans."* Nú eru það Bandaríkin sjálf, sem standa fremst í þessari óhugnanlegu verzlun og tvinnast í henni saman hagsmunir auðhringa og herforingjaklíku. Síðusm árin sjá þau um 40% af heimsverzlun með hergögn. Ut- flutningur þeirra á vopnum er 10% af öll- um útflutningi þeirra, samt er sá útflutn- * Sjá grein Lofts Guttormssonar „Pax americana" í 1. og 2. hefti Héttar 1968. Ennfremur eru eftirfar- and: bækur um „kaupmenn dauðans” gúSar: Fcnner Brockway and F. Mullally: „Death pays a dividend" og Guenter Reimann: Patents for Hitler. Sjá enn- fromur Pierre van Paasen: Days of our years, bls. 75-77. ingur aðeins 3% af allri hergagnafram- leiðslu þeirra. Svona gífurleg er hún. Það er óhugnanlegur þáttur í þessari „verzl- un með dauðann”, að auðvald Bandaríkjanna sækist eftir að selja ríkisstjórnum nýfrjálsra þjóða þessi vopn, einkum til þess að ýta þannig undir vald herforingja hjá þeim, svo jaeir að undirlagi CIA noti þau, gegn eigin þjóð eða öðrum, sem Bandaríkin hafa ými- gust á. England og Frakkland eru einnig stór- ir aðilar í þessum útflutningi (1969: USA 570 milj. doll. England 180 milj. Frakk- land 80 milj.). Stórveldi þessi gera gys að kaupendunum og hégómagirni eða drottnun- argirni herforingja þeirra, — ferst þeim það þó illa þegar eigin saga þeirra er skoðuð. En þau hugsa einvörðungu um gróðann, her- gögn eru 28% af brezkum útflutningi, — og svo um að styðja sér vinsamlegar stjórnir. Og afleiðingarnar: 55 stjórnlagarof herfor- ingja í Afríku einni saman, 20 af þeim tókust. Þar, sem nýjar yfirstéttir hafa komizt til valda í fyrri nýlendum, eyða þær — að und- irlagi stórveldanna — stórfé í hergagnakaup, fé, sem er beinlínis tekið frá hungrandi þegn- um þeirra. Sovétríkin byrgja þau nýfrjálsu lönd og þjóðfrelsishreyfingar að vopnum, sem ekki fengju keypt vopn hjá auðmannastéttum stórveldanna. Nato-ríkin byrgja lönd eins og Portúgal að vopnum, sem eingöngu er beitt gegn þjóð- frelsisherjum í Angola, Mosambík og „portú- gölsku" Guineu. Yfirstéttin í Portúgal, sem er eitt fátækasta land Evrópu, notar helming alls fjár á fjárlögum í herbúnað. Bandaríkin eru aðalvopnasalinn til múgmorðanna. Utin- ríkisráðherra Portúgal segir hernaðinn geg.i sjálfstæðishreyfingunni allan „í anda Nato". Sjálfstæðishreyfingarnar í nýlenduveldi Portúgala, — sem þegar ráða stórum hluta föðurlanda sinna — verða hinsvegar að 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.