Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 19

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 19
SIGURÐUR RAGNARSSON RÉTTIN DABARÁTTA BLÖKKUMANNA í BANDARÍKJUNUM Eitt af því sem mesta athygli og umtal hef- ur vakið um heimsbyggðina nú hin síðari ár er réttindabarátta blökkumanna í Bandaríkj- unum. Baráttuhreyfing þeirra hefur eflzt hröðum skrefum, ný og ný samtök hafa sprottið upp og nýjar og róttækar baráttuað- ferðir hafa verið teknar í notkun. Það hefur gengið á ýmsu um viðskipti blökkumanna- breyfingarinnar og bandarískra stjórnarvalda, en þó mun óhætt að fullyrða að öll hefur þróunin hinn síðasta áratug stefnt í eina átt, 1 átt til raunverulegs styrjaldarástands milli baráttuhreyfingarinnar og bandarísks ríkis- valds, sem beitir öllum þeim meðölum er það hefur yfir að ráða til að halda henni í skefjum. Það er full ástæða til að menn almennt gefi gaum því, sem fram fer í þessari bar- attu, og reyni að gera sér grein fyrir, hvert stefnir. Slík kvöð hvílir ekki sízt á þeim, sem telja sig sósíalista, þar sem möguleikar rót- tækra þjóðfélagsbyltinga um heim allan hljóta óhjákvæmilega að mótast að verulegu leyti af stjórnmáláástandi og styrk byltingar- hreyfingarinnar í Bandaríkjunum, sjálfu höf- uðlandi og helztu máttarstoð auðvaldsskipu- lagsins í heiminum. Það er ómaksins vert að rifja upp í smttu máli sögu hins svarta minnihluta í Banda- ríkjunum. Blökkumenn, sem nú eru 10— 15% bandarísku þjóðarinnar, eru afkomend- ur þræla, sem fluttir voru til Suðurríkja Bandaríkjanna, einkum á þrem fyrstu öld- um evrópskrar búsetu þar. Vinnuafl þessara svörtu þræla var um langan aldur megin- undirstaða alls atvinnulífs á þessum slóðum einkum á hinum stóru plantekrum. Mein- semd þrælahaldsins gróf æ meira um sig í hinu bandaríska þjóðfélagi og varð ásamt ýmsu öðru til þess að hrinda af stað borgara- 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.