Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 21
upp við að framkvæma fyrri áætlanir um
samskóla, en Nixon stefnir að því leynt og
ljóst að tryggja áframhaldandi valdaaðstöðu
sína og Republikana með því að biðla til
hvítra manna í Suðurríkjunum.
Úrskurður hæstaréttar 1954, og ýmsar til-
skipanir og lög, sem sett voru til að auka
°g tryggja réttindi svartra borgara, urðu mjög
til þess að ýta undir réttindahreyfingu
blökkumanna, því að þeir vissu af gamalli
reynslu, að formleg réttindi voru lítils virði,
ef þeim væri ekki fylgt eftir í verki. Allmarg-
ir úr hópi hvítra, einkum stúdentar gengu
einnig til liðs við hreyfinguna. Hún hafði áð
yfirlýstu markmiði að tryggja jafnrétti svartra
nvrma við hvíta á öllum sviðum og til
þess beitti hún friðsamlegum aðgerðum, svo
sem fundahöldum, kröfugöngum og ýmsum
öðmm ofbeldislausum aðgerðum. Einn helzti
forystumaður mannréttindabaráttunnar á
fyrra helming síðásta áratugs var Martin Lut-
her King. Hann lagði jafnan megináherzlu
á hina friðsamlegu baráttu, enda voru honum
veitt friðarverðlaun Nóbels í viðurkenningar-
skyni fyrir starf sitt. En hinir ungu og djörfu
hugsjónamenn fengu brátt að reyna að
þeirra beið hið mesta torleiði, og það ferða-
iag, sem þeir höfðu hafið bjartsýnir og von-
glaðir, gekk grátlega seint. Þeir fundu brátt
að lítil stoð var í frómum og fögrum orðum
forseta og ríkisstjórnar, er þeir mættu ofbeldi
og lögleysum, og þeir sáu einnig að þrátt
fyrir allt umtal um „herferð gegn fátækt'' og
„velferðarþjóðfélag" beindu stjórnarvöld allri
atorku sinni og fjármunum að öðrum við-
fangsefnum sem þeim virmst hugleiknari,
svo sem geimferðakapphlaupi, eflingu hers
og lögreglu og síðast en ekki sízt að gereyð-
ingarstyrjöld gegn fátækri smáþjóð í fjar-
lægri heimsálfu, og þeir, sem ætlað var að
vinna það verk, voru ekki sízt bandarískir
blökkumenn.
Carmichael
Allt þetta ástand ásamt ýmsu öðru varð
til þess, að inntak baráttunnar varð annað,
markmiðin róttækari og aðferðirnar harðvít-
ugri. Baráttusamtök blökkumanna höfðu
komizt að þeirri niðurstöðu, að það stoðaði
lítið að hafa góðan málstað, ef valdið skorti
til að hrinda honum í framkvæmd. Norska
skáldið Georg Johannesen hefur sagt: „God-
het uten makt er en annen form for ondskap".
I þessum orðum er fólginn mikill sannleikur.
Það er ákaflega billeg afstaða að þykjast
vilja smðla að framgangi hins góða, fagra
og fullkomna, ef maður samrímis skirrist við
að nota það vald, sem maður hefur, hinu
góða málefni til framdráttar eða veigrar sér
við að leggja fram sinn skerf í barátmnni
um þá valdaaðstöðu, sem skipt getur sköpum
um framkvæmd þess málstaðar, sem barizt
er fyrir.
Það varð ljóst þegar um miðjan þennan
áratug, að baráttuhreyfingin gat ekki ein-
skorðað barátm sína við einstök svið í þjóð-
félaginu, hún hlaut að stefna að raunveruleg-
141