Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 20
styrjöldinni milli Suðurríkjanna og Norður- ríkjanna 1861—1865. Ein af afleiðingum þeirrar styrjaldar var, að þrælahaldi var aflétt með tilskipun Abraham Lincolns 1863. Þetta var vissulega mikilvægur atburður frá bæjardyrum blökkumanna séð og fyrstu árin eftir styrjöldina komust þeir sums staðar til nokkurra áhrifa í stjórnmálum, einkum í bandalagi við og sem bakhjarl hinna herskáu innrásarmanna að norðan. Þetta stóð þó ekki lengi, því að brátt tók hin gamla yfirstétt við stjórn á ný og gekk hún að því með oddi og egg að gera að engu í verki þau pólitísku og borgaralegu réttindi, sem blökkumenn höfðu fengið formlega viðurkennd. Það yrði of langt mál að rekja þá sögu hér, en aðferð- irnar voru hinar hugvitsamlegustu og ekki skirrzt við að beita hinum örgusm lögleysum, þótt þess væri raunar ekki alltaf þörf, því að dómstólarnir, jafnvel hæstirétmr voru hin- um hvím öfgamönnum jafnan innan handar, ef á þurfti að halda. Þjóðfélagsaðstaða blökkumanna batnaði því lítið eftir 1865. Þeir voru frjálsir að nafn- inu til, en flestir þeirra lifðu við hin bágusm kjör, annað hvort sem landbúnaðarverka- menn eða sem leiguliðar og bændur á smá- kotum. Stjórnvöld landsins létu sér þetta ástand mála í léttu rúmi liggja. Þau litu ekki á það sem þjóðfélagslegt vandamál á lands- mælikvarða og lém stjórnir hinna einstöku ríkja um að „leysa" það hverja á sínum stað. Þessi stefna eða stefnuleysi gat að sínu leyti staðizt meðan allur þorri blökkumanna bjó á afmörkuðu svæði í Suðurríkjunum, en þeg- ar blökkumenn tóku að flykkjast hópum sam- an til iðnaðarborga Norðurríkjanna á fyrsta og öðmm áratug þessarar aldar breyttist þetta. Það sem áður hafði virzt staðbundið vanda- mál var nú orðið þjóðfélagslegt vandamál á landsmælikvarða. Það ástand, sem þarna skapaðist, hefur síðan verið við lýði og virð- 140 ist nú vera komið í óleysanlegan hnút, þannig að eina ráðið til að leysa hann er að höggva á hann. Það er hinu kapitaliska ríkisvaldi Bandaríkjanna hins vegar fyrirmunað að gera vegna eðlis síns og uppruna. Saga síð- usm 50 ára er sagan um það hvernig hóg- tærum réttlætiskröfum blökkumanna hefur verið mætt með loforðum, undanbrögðum, svikum og nýjum loforðum og síðan koll af kollL í heimsstyrjöldinni síðari börðust banda- rískir blökkumenn við hlið hvítra landa sinna gegn þýzka nazismanum og hinni japönsku heimsvaldastefnu og þeir voru mærðir sem hetjur. Það hefði því mátt ætla að tekin yrði upp ný stefna í réttindamálum blökkumanna eftir stríð, og það land, sem telur sig for- ysmríki lýðræðisaflanna í heiminum, sýndi í verki, að blökkumenn hefðu ekki bara skyldur við ríkið heldur nytu einnig borgara- legra réttinda á við aðra þegna ríkisins. Og ekki er fyrir það að synja, að ýmislegt var gert af hálfu stjórnvalda til að tryggja réttar- stöðu blökkumanna á ýmsum sviðum, þótt um það flest megi hafa orðin of seint, of lítið. Einn merkasti áfanginn í barátm blökkumanna eftir stríð náðist 1954 þegar Hæstirétmr Bandaríkjanna kvað upp þann úrskurð, að aðgreining barna í skólum eftir litarhætti væri stjórnarskrárbrot. Með þess- um úrskurði var vissulega rofið stórt skarð í varnarlínu hinna hvím ofstækismanna. En það hefur sannazt hér eins og svo oft áður, að orðin ein hrökkva skammt, ef ekki kemur til markviss viðleitni þeirra, sem með völdin fara, til að uppfylla gefin fyrirheit. Þótt sam- skólar hvítra og svartra séu komnir á víða í Bandaríkjunum hefur úrskurður Hæstaréttar verið hunzaður í ýmsum Suðurríkjanna og farið í kringum bókstaf laganna á ýmsan hátt. Eftir að Nixon tók við völdum, er ekki annað sýnna, en að hann hafi gefizt J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.