Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 53

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 53
STRAUMURINN TIL VINSTRI Framsóknarflokkurinn fór úr 28,1% í 25,3% en það jafngildir rúmlega 10% hlut- fallslegu tapi. Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra eru því sigurvegarar kosning- anna. Alþýðubandalagið — G-listar aðeins — hafði 12,3% atkvæða 1967 en nú 17,1%, en það jafngildir nær 40% hlutfallslegri fylgisaukningu á einu kjörtímabili. Ekki eru til samanburðartölur um samtök frjálslyndra, en samanlagt fylgi þeirra og Alþýðubanda- lagsins er meira en fylgi Framsóknar. GÓÐUR ÁRANGUR Árangur Alþýðubandalagsins var ágætur í öllum kjördæmum nema á Vestfjörðum þar sem það varð fyrir svipuðu tapi og aðrir flokkar, sem stóðust ekki gjörningaveður kosningabaráttu Hannibals. Alþýðubanda- lagið bætti við sig kjördæmakosnum mönn- um í Reykjavík, Vesturlandi og Norðurlandi vestra og á Suðurlandi endurheimti Alþýðu- bandalagið myndarlega það þingsæti sem Karl Guðjónsson reyndi að afhenda Alþýðu- flokknum. I Reykjaneskjördæmi jók Alþýðu- bandalagið fylgi sitt um nær þúsund atkvæði. I Norðurlandskjördæmi eystra háði Alþýðu- bandalagið kosningabaráttu við hin erfiðustu skilyrði, en tókst samt svo vel að ekki vant- aði nema 80 atkvæðatilfærslu frá F-lista til þess að tryggja Stefáni Jónssyni kjördæma- kosningu. Og þá skal síðast en ekki sízt nefnt Austurland: Þar jókst fylgi Alþýðubandalags- ins hlutfallslega um 40% — Alþýðubanda- lagið á nú um fjórðung fylgis Austfirðinga og þar með tvo þingmenn eystra, Lúðvík Jóseps- son og uppbótarmann, Helga Seljan. ÞINGFLOKKUR ALÞÝÐU- BANDALAGSINS Þingflokkur Alþýðubandalagsins er nú 10 manna og skipa hann þessir þingmenn: A) Þeir sem voru áður í þingflokknum: Magnús Kjartansson, Eðvarð Sigurðsson, Jónas Árnason, Lúðvík Jósepsson, Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson. B’ Nýir menn í þingflokknum: Ragnar Arn- alds, Helgi Seljan, Garðar Sigurðsson og Svava Jakobsdóttir. VIÐRÆÐUR UM STJÓRNARMYNDUN Strax eftir kosningar hófust viðræður um stjórnarmyndun þeirra flokka sem nú mynda ríkisstjórnina. Gengu þær viðræður fremur fljótt fyrir sig og það var þriðjudaginn 13. júlí að Olafur Jóhannesson tilkynnti forseta Islands að hann hefði myndað ríkisstjórn. Annars staðar hér í Rétti er birtur málefna- samningur stjórnarflokkanna og verður hann ekki rakinn hér. Miðstjórn og þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykktu samhljóða málefnasamninginn svo og skipan verkefna innan ríkisstjórnarinnar. Þess skal að lokum getið að Alþýðuflokknum var boðin aðild að viðræðum um myndun stjórnarinnar en því var hafnað eftir miklar deilur í forustuliði Alþýðuflokksins — deilur sem ekki sér fyrir endann á enn. STJÓRNAR- RÁÐSTAFANIR Frá því að ríkisstjórnin tók til starfa hafa verið gerðar opinberlega þessar stjórnarráð- stafanir: 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.