Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 43
Hvaða lærdóm hlýtur verkalýðurinn að draga af
reynslunni um beitingu hins mikla valds síns og
fjármagns? Þann að burgeisastéttin þurrki jafnóðum
út megnið af ávinningum hans í kaupgjaldssamn-
ingum ,ef hann ekki fylgi kaupdeilusigrum sinum
eftir með auknu pólitísku valdi sínu, — og að
burgeisastéttin noti fjármagn verkalýðssamtakanna
sér til framdráttar og gróða og felli það í kaupmætti,
þegar henni þóknast, af þvi verkalýðurinn fylgi
«kki því faglega valdi, — er veitti honum aðstöðu
til samninganna, er skópu honum fjármagnið, —
eftir með stórauknu pólitísku valdi sinu.
Allstaðar ber að sama brunni:
Verkalýðurinn — það er verkamenn, starfsmenn,
menntamenn, — verða að rísa upp til að taka for-
ystu með þjóðinni, — verða að hafa þá þekkingu,
það sjálfstraust og þá reisn, sem til þess þarf. Og
verklýöshreyfingin hefur áður sýnt það, er hun
leiddi þjóðina gegnum lifskjarabyltinguna og ný-
sköpunina 1942—47, að hún hefur allar for-
sendur til þess að gegna þvi forystuhlutverki, sem
þjóðin nú þarfnast. Og hún mun sýna það enn er
á reynir að einmitt hún og hún ein hefur hæfileik-
ana til forystu í launabaráttunni og lífskjarabarátt-
unni allri, í landhelgisbaráttunni og þjóðfrelsisbar-
áttunni allri, og í þeirri þjóðlegu nýsköpun íslenzks
atvinnulífs, sem nú er hin brýnasta nauðsyn, ef
utlent auðvald á ekki að gleypa ísland á ný. En
það er ekki aðeins þessi stétta- og sjálfstæðis-
barátta, sem verklýðshreyfingin í ofangreindri
merkingu þarf að taka forustu fyrir þjóðinni í:
O
Eigi það bezta úr islenzkri þjóðmenningu að lifa,
— og þá fyrst og fremst það ,sem var undirstaða
hennar, þegar hún reis hæst: manngildismat henn-
ar, — þá verður verklýðshreyfingin að taka for-
ystuna í sjálfri menningarbaráttu þjóðarinnar, sú
hreyfing er felur í sér eða fylkir um sig öllum
vinnandi og hugsandi mönnum þjóðarinnar: verka-
lýðnum, starfsmönnum, menntamönnum, bændum.
Sú ómenning, er nú sækir að kjarna þjóðmenn-
ingar vorrar, manngildismatinu, — sú ómenning,
sem fær fólk til að miða alit við peninga og gróða,
°9 sýkir mannlífið með hræsni og skriðdýrshætti,
— sú ómenning á rætur sínar að rekja til auðvalds-
skipulagsins, sem gerir allt að verzlunarvöru,
nianngildið að peningagildi.
Sósialisminn, frelsisbarátta alþýðunnar, er hér á
„Keisarar Þýzkalands og Rússlands og aðr-
ir stjórnendur stórveldanna, vceru ekki hrœdd-
ir og skylfu ekki eins og smágreinar í stór-
viðri — fyrir fátœkum iðnaðarmönnum, dag-
launamönnum og öðrum smælingjum — ef
þetta væru aðeins lausingjar, sem hlaupið
hefðu saman snöggvast til hagnaðar sér í
svipinn, en væru siðspilltir menn og mennt-
unarlitlir, tilbúnir að tortryggja hvor annan
á morgun.
Nei.-------En kynslóð, sem vinnur á dag-
inn og ver öllum kvöldum sínum og litlu
frístundum til þess að mennta sig og sínum
litlu aurum til menningar sér og félags-
nauðsynju, og ennfremur elur börn sín upp
í því að vera sjálfum sér og félaginu trú og
réttlát við alla. — Slíka menn óttast æðri
stéttir og stjórnarvöld ríkjanna. Því að þeir
vinna í lið með sér alla beztu og réttlátustu
menn þjóðanna, og þeir munu erfa ríkið og
völdin.”
Þarsteinn Erlíngsson: Verkamannasamtökin.
(Ræða í „Dagsbrún" 1912).
islandi ekki aðeins valdabarátta vinnandi stéttanna
til þess að tryggja að þjóðfélaginu verði stjórnað
í þeirra þágu, eigi aðeins sjálfstæðisbarátta ís-
lenzkrar þjóðar fyrir þvi að hún ráði sjálf og ein
landi sinu en ekki erlent auðvald og hervald, —
heldur er hún líka menningarbaráttan gegn ómenn-
ingu og spillingu auðvaldsins, baráttan fyrir því að
endurreisa manngildið sem aðal islenzks mannlífs:
reisn hins vinnandi manns sem foringja mannfé-
lagsins.
Hugsjón sósíalismans hefur áður orðið slikur
aílgjafi islenzkum bókmenntum að reisn þeirra
hefur aldrei orðið meiri. Sósialisminn þarf, endur-
nýjaður sjálfur, að verða þeim slíkur aflgjafi á ný,
þegar til úrslitaátakanna kemur um tilveru og ný-
sköpun íslenzkrar manngildismenningar.
163