Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 52
INNLEND
víðsja
ALÞINGISKOSNINGARNAR
KOSNINGARÚRSLITIN í HEILD — INNAN SVIGA ÚRSLIT KOSNINGANNA 1967
Alþýðuflokkur ........................ 11.020 (15.059) 6 ( 9) 10.5% (15.7)
Framsóknarflokkur .................... 26.641 (27.029) 17 (18) 25.3% (28.1)
Sjálfstæðisflokkur ................... 38.169 (36.036) 22 (23) 36.2% (37.5)
Samtök frjálslyndra ................... 9-445 5 9.0%
Alþýðubandalag ....................... 18.055 (16.923) 10 (10)1 * 3) 17,2% (17,6)
Framboðsflokkur ....................... 2.109 0 2,0%
Á kjörskrá voru ................... 120.340, Þar af kusu 106.771 eða 88,7%.
BREYTING
Á ÞINGMANNATÖLU
FLOKKANNA
Fyrir kosningarnar höfðu þáverandi stjórn-
arflokkar 32 þingmenn. Flokkarnir töpuðu
fjórum þingmönnum samanlagt, Alþýðu-
flokkur þremur, en Sjálfstæðisflokkur einum.
Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra
unnu þessa þingmenn og áð auki einn þing-
mann af Framsókn. Framsókn hafði áður 18
þingmenn, en hefur nú 17. Er gengið var til
kosninga hafði Alþýðubandalagið sjö þing-
menn, og bætti því við sig þremur nýjum
þingsætum í kosningunum. Samtök frjáls-
lyndra bættu við sig þremur þingsæmm, og
1) Taflan gefur þannig útbúin ekki rétta mynd af fylg-
isbreytingum Alþýðubandalagsins því í henni er stuðzt
við þær tölur er lögð voru saman atkvæði G-list-
ans og I-listans í kosningunum 1967 auk þess sem
notuð er sanxa þingmannatala og fékkst með saman-
lagðri atkvæðatölu G + I, en undir lok kjörtímabilsins
var þingflokkur Alþýðubandalagsins 7 manna eftir að
Hannibal og Björn höfðu stofnað sérstakan þingflokk
utan um sig og Karl Guðjónsson var utan flokka.
mismunurinn sem þá fæst, einn maður, er
þingmaður utan flokka, sem bauð sig fram
fyrir Alþýðuflokkinn á Suðurlandi og féll í
kosningunum. Þannig hafa núverandi stjórn-
arflokkar, 32 þingmenn gegn 28 eins þing-
manns meirihluta.
MESTU UMSKIPTI
I ÞRJÁ ÁRATUGI
Kosningaúrslitin í kosningunum 13. júní
eru mestu umskipti í kosningum hér á landi
í nærfellt þrjá áratugi. Viðreisnarstjórnin
misti meirihluta sinn eftir meira en áratugs-
valdaferil; kjörfylgi hennar hrapaði úr
53,2% atkvæða í 46,7%, en það er hlut-
fallslegt tap um rúmlega 10%. Og eins og
fyrr er sagt töpuðu stjórnarflokkarnir fjórum
þingsætum — raunar fimm ef Karl Guðjóns-
son er meðtalinn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut
minna fylgi en nokkru sinni í fjóra áratugi
og Alþýðuflokkurinn galt enn meira afhroð.
172