Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 38

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 38
En hin fyrri skeið stéttaþjóðfélagsins, drottnun þrælahaldara og aðals yfir þrælum og ánauðugum þændum, megnuðu að vísu að gera líf hinna kúg- uðu hörmulegt, en þau gerbreyttu ekki sjálfu inn- ræti og lífsviðhorfi hinna kúguðu stétta, þótt þeim tækist að troða upp á þær undirgefnis-trúarbrögð- um um tíma. „Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima," lætur Halldór Laxness Arnas Arnæus segja. En kapítalisminn er að bví leyti gerólíkur hinum fyrri stigum stéttaþjóðfélagsins, einkum á stóriðju- stigi sínu, að hann gerbyltir öllu mannfélaginu, rif- ur mennina upp úr rótgróinni erfð, feykir þeim saman I hrúgöld borganna, gerir þá sjálfa að vöru. Kapítalism’nn breytir manngildi mannanna í pen- ingagildi, markaðsgildi. Þetta sama auðvald, sem kemur tækni mannanna og mætti þeirra yfir nátt- úruöflunum á æfintýralegt hástig, mengar ekki að- eins andrúmsloftið, vatnið og sjóinn, svo lífsháski stafar af, heldur mengar það sjálft mannlífið, gref- ur undan manndómnum, ógnar manngildinu af því allt er þetta í andstöðu við sjálft gróðalögmál auð- valdsskipulagsins. III Það afl, sem reis upp gegn öllu valdi kapítal- ismans og eitt getur afstýrt þeim háska, er í hon- um býr, en hagnýtt fyrir heildina þann stórfeng- lega tæknimátt, sem hann hefur skapað, er sósí- alistísk verklýðshreyfing nútímans. Inn í siðgæði- Því skal ei bera höfuð hátt í heiðurs-fátækt, þrátt fyr’ allt? Svei vílsins þræl; — þú voga mátt að vera snauður þrátt fyr’ allt, þrátt fyr allt og þrátt fyr allt, þreytu, strit og baslið allt, allt hefðarstand. er mótuð mynt, en maðurinn gullið þrátt fyr allt. Robert Burns. (Stgr. Thorst. þýddi). Sjáðu þetta fólk í fjötrum, Fátækt snautt ag reyrt í bönd. Köldu húsin, klæði úr tötrum, kreppta, lúna vinnuhönd. Heyrirðu ekki hrópað á þig, hjörtttm þúsundanna frá sem í áþján, örbirgð, þreytu, æðra líf og betra þrá. Sigurður Einarsson: „Sjáðu þetta fólk í fjötrum" í „Hamri og sigð“ 1930. snautt úlfaþjóðfélag auðvaldsins, — þar sem boð- skapurinn um baráttu allra gegn öllum og boðorðið um að hver sé sjálfum sér næstur markaði grunn- tóninn, — kom verklýðshreyfingin með boðunina um bræðralag og samheldni hinna snauðu: „Allir fyrir einn og einn fyrir alla“. Og þegar verklýðs- hreyfingin eignaðist sósíalismann sem hugsjón, var hún vígð til forustu um afnám auðvaldsskipulags- ins og sköpun stéttlauss sameignarþjóðfélags. Sið- ferðisboðskapur hinnar sósíalistísku verklýðshreyf- ingar var skyldur grundvelli fóstbræðralags fornu ættsveitarinnar, samheldninni og jöfnuðinum: að láta eitt yfir alla ganga. Það var þessi manngildis- og jafnaðarboðskapur, sem lét verkalýðnum vaxa ásmegin, gerði það kraftaverk „múginn vorn að máttkva, stækka" eins og Stephan G. orðar það. Hvenær sem sá boð- skapur birtist, líka i byltingarhreyfingum fyrri alda, snart hann hjarta hins fátæka manns. Enskur há- skólakennari reit þessi einkunnarorð út af jafnað- arboðskap skozka þjóðskáldsins Robert Burns, ekki sízt í kvæði hans „Því skal ei bera höfuð hátt": „Þegar fátækur maður talar um Burns, þá réttir hann úr sér og horfir á big hnarreistur með sigur- viscu í svipnum."* Það var það, sem verkalýðurinn * Prófessor Wilson orðaði það svo á enskunni: „The poor man.as he speaks of Burns, always holds up his head, and regards you with an elated look." Þýðingin er frjálsleg. 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.