Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 14

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 14
stjórnar, megi endast henni til frambúðar við að leysa vel og dyggilega öll hin miklu verkefni, sem stjórnin hefur sert sér. Til þess svo megi verða þarf að skapast traust bandalag milli Framsóknarflokksins og verklýðsflokkanna, er útiloki áhrif og óhappaverk afturhalds og æfintýramennsku, en einbeiti afli sínu að því að láta þær vonir, sem stefnuskrá stjórnarinnar vekur alþýðu, rætast, — því vonbrigði gætu haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Það var mikil alda róttækrar alþýðu og æsku, sem bar — mörgum óvænt — núver- andi stjórnarflokka upp á veldisstólana. Sú alda mun halda áfram að vaxa, — áhrif þeirrar þjóðaræsku, sem hér var svo áberandi að verki, fara vaxandi með ári hverju. Ný róttæk kynslóð, sem leggur nýtt mat á mann- leg samskipti, vex úr grasi og þeir, sem halda áfram að lifa í ofstækis-hugarheimi kalda stríðsins munu daga uppi sem nátttröll. Matið á þessu stjórnartímabili mun ekki aðeins byggjast á því hvað ríkisstjórnin gerir „fyrir" alþýðu, í hennar þágu — heldur ekki síður á því hvaða breytingar gerir verkalýð- urinn (þ.e. verkafólk, sjómenn, iðnaðarmenn, starfsfólk, menntamenn) á sjálfum sér, sam- tökum sínum, flokkum og hreyfingu í heild? Þjóðin og sagan ætm fyrst og fremst að dæma flokkana og stjórn þeirra eftir þessu þrennu: 1. Verður íslenzk þjóð að enduðu kjör- tímabili loks á ný húsbóndi á sínu heimili, — sjálf og ein ráðandi í stærra Islandi: her- lausu landi, firrtu ofurvaldi erlends auðs og með sína fimmtíu sjómílna fiskveiðalögsögu? 2. Verður íslenzkur verkalýður í krafti samstarfs þá orðinn hið raunverulega trausta og risháa forystuafl íslenzkra þjóðmála, — sá valdaaðili í þjóðfélagi öruggrar lífsaf- komu, sem hinni vinnandi stétt ber að vera í krafti vinnu sinnar og framlags til þjóð- arbúsins, í krafti þess vits og stórhugs, sem hreyfing hennar og hugsjón veitir henni? 3. Auðnast slíkum verkalýð að tryggja áfram sanngjarnt og raunhæft samstarf við sína eðlilegu bandamenn: vinnandi bændur, smáútvegsmenn og aðrar vinnandi milli- stéttir? Þá er auðna Islands mikil ef alþýðu þess tekst að tryggja þetta — og opna þar með leiðina til öruggs þjóðfrelsis og raunverulegr- ar lýðstjórnar í landi voru jafnt í efnahags- málum sem stjórnmálum. 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.