Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 4

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 4
tapa einu þingsæti. Var Framsókn ótvírætt grunuð um græsku af róttækum kjósendum og hlaut því þá aðvörun, sem dugði. Einu sigurvegarar kosninganna verða því þau öfl, sem áður voru sameinuð í Alþýðu- bandalaginu sem samfylkingarsamtökum og gengu nú til kosninga með svipaða róttæka stefnuskrá: Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna (hér eftir nefnd Samtökin). Þau komu út til samans með 26 prósent atkvæða og 15 þingmenn, — en höfðu áður klofin við kosningarnar 1967 17,6% atkvæða og 10 þingmenn. Hér er því um straumhvörf að ræða. Það sem veldur er róttæk uppreisn æsku og al- þýðu gegn afturhaldsstefnu, sem einkennist af undirlægjuhætti við erlent vald og fjand- skap við alþýðu manna. Alþýðubandalagið kemur út úr kosning- unum með 17,2% atkvæða og 10 þingmenn, — hefur yfirunnið allan þann klofning, sem á því hefur verið reyndur sem sósíalistískum flokki og hefur hærri hlutfallstölu en fyrir- rennarar þess, þegar undan eru skilin mesm sigurárin 1942—49 og 1956. Og sigur Al- þýðubandalagsins er því meiri og traustari sem flokkurinn fær nú 7 kjördæmakjörna þingmenn í 6 kjördæmum og hefur verklýðs- flokkur aldrei náð slíkri fótfestu í kjördæm- unum fyr. A Austurlandi fer flokkurinn úr 18,8% árið 1967 upp í tæp 26% atkvæða og Lúðvík Jósepsson fær nú annan þing- mann með sér, en Framsókn missir sinn forna meirihluta í sterkasta kjördæmi sínu. A Suðurlandi fær flokkurinn 15,1% allra at- kvæða, hæstu atkvæða- og hlutfallstölu, er fengist hefur þar á svo róttækan flokk nokkru sinni og var þó við að eiga einn af sterkustu þingmönnum Alþýðubandalagsins, er gengið hafði í lið með Alþýðuflokknum, en nýgræð- ingar í þingframboðum að mestu í forsvari fyrir Alþýðubandalagið. Og þannig má rekja 124 í hverju kjördæminu af öðru. Og það sem úrslitum réði vegna fjöldans er að í Reykjavík, þar sem G-listi Alþýðubandalags- ins hafði aðeins 5423 atkvæði 1967, fær hann nú 8851 atkvæði (20% allra atkvæða) eða 50% aukningu frá síðustu þingkosningum — og Svava Jakobsdóttir, er svo drengilega hafði gengið til liðs við flokkinn, fer inn á þing sem landskjörin með þeim Magnúsi og Eðvarð kjördæmakjörnum. Samtökin unnu mikinn og óvæntan sigur. Auk mikils persónulegs sigurs Hannibals á Vestfjörðum, er rétt að leggja áherzlu á þá aukningu, sem varð samanlagt í Norður- landskjördæmi eystra þar sem Alþýðubanda- lagið og Samtökin koma út með 2604 at- kvæði (23%) samanlagt, en Alþýðubanda- lagið hafði 1967 1571 atkv. (15%). En ef til vill sýnir þó sú staðreynd að Samtökin fá yfirgnæfandi meirihluta fylgis síns (5584 atkv.) í Reykjavík og Reykjanesi, þar sem aðstaða þeirra til fylgisöflunar með blaðakosti, fundum eða persónulegum áhrifum var hverfandi, að það er hinn sterki, róttæki vinstri straumur, uppreisn æsku og alþýðu, sem flytur þeim sigurinn. Kosningasigur alþýðunnar varð svo mik- ill, að ýmislegt samstarf með Ihaldinu, er ýmsa hafði dreymt um fyrir kosningar, reynd- ist óhugsandi: Samstjórn Ihalds og Framsókn- ar hefði orðið pólitískt sjálfsmorð fyrir Framsókn, samstjórn Samtakanna með Al- þýðuflokk og Ihaldi varð óframkvæmanleg sökum hinnar róttæku öldu, er risið hafði. I fyrsta skifti í sögunni voru verkalýðs- flokkar (þrír) samanlagt sterkari en Ihaldið, þó litlu munaði: 36,53% á móti 36,20%. Og Alþýðubandalagið var með hvorum hinna smærri verklýðsflokka sem var sterkara en Framsókn. Myndun íslenzkrar alþýðustjórnar, — eins og verkamaður kallar hana í Tím- anum, — varð óhjákvæmileg. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.