Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 28
Nagys 1956, var rekinn úr flokknum eftir það en tekinn inn aftur 1968. Dvaldi hann í Búdapest til æviloka, mikilsvirtur af helztu marxismm heims, margskonar virðing var honum og sýnd af flokki hans, ungverska verkalýðsflokknum, en mjög umdeildur og tíðum fordæmdur af ýmsum hinna ríkjandi kommúnistaflokka. Eitt frægasta og áreiðanlega umdeildasta rit Lukács var „Sagan og stéttarvitundin" („Geschichte und Klassenbewusztsein"), sem kom út hjá Malik-forlaginu í Berlín 1923 og hefur haft gífurleg áhrif, en um leið ver- ið mjög fordæmt, líka um tíma af Lukács sjálfum og hefur hann ritað mjög eftir- minnilegan formála að nýrri útgáfu þess 1967 hjá útgáfufélaginu Luchterhand í Berlín. Meginið af rimm Lukács er um bókment- ir, heimspeki (sjá bls. 161 í Rétti 1965) og stjórnmál. Er nú verið að gefa út heildar- útgáfu af ritum hans á þýzku í 15 bindum hjá útgáfufélaginu Luchterhand í Neuwied og Berlín, Lukács ritaði mikið af rimm sínum á þýzku, — og henni ekki léttri, — en einnig á ungversku eru rit hans gefin út í Búdapest. En þessi mikli skilgreinandi, gagnrýninn og skapandi í senn, hefði vissulega haft mik- inn áhuga fyrir að taka fleiri þætti þjóð- félagsins til meðferðar, ef aðstæður og aldur hefðu leyft. Hann sagði við mig í síðasta skiptið, sem ég hitti hann, í Búdapest í febrú- ar 1968: „Ef ég væri nú fimmtugur, þá skyldi ég næstu 10 árin rannsaka efnahags- þróun kapítalistísku og sósíalistísku landanna og næstu tíu árin þar á eftir skrifa bækur um það efni" — og fór hann síðan miður virðulegum orðum um þær skilgreiningar á efnahagsþróuninni, er ritaðar voru af beggja hálfu. „En nú er ég 83 ára og nú er það of seint", bærti hann svo við. Auk þeirrar aðdáunar, sem maður fékk á Georg Lukács við að lesa rit hans sem ungur stúdent í Berlín fyrir tæpri hálfri öld, þá þótti mér síðar meir sérstaklega vænt um hann fyrir þann skilning, sem hann sýndi a mönnum ættasamfélagsins og sérstaklega kom fram í ritgerð hans um Walter Scott í riti hans „Der historische Roman" (Sagna- skáldsagan). En þar segir hann m.a. þessi orð, er hann ræðir um sögur Walter Scotts frá ættarsamfélagsstigi Skota: „Það var Walter Scott, sem vakti þetta þjóðfélagsskeið til nýs lífs, með því að gera daglegt líf ættflokkanna lifandi fyrir hug- skotssjónum vorum, og sýna út frá þessum raunhæfa grunni í sköpunarverki sínu hvort- tveggja í senn: hina óvenjulegu mannlegu reisn þessa frumstæða þjóðfélags, þá reisn, sem mannkynið aldrei síðan hefur náð, og óhjákvæmileika hins sorglega fall þess". (Eg notaði þetta í greininni „Draupnir Ragn- ars og aflvaki Islendingasagna" í Rétti 1964.) Georg Lukács átti það sameiginlegt með Friedrich Engels að hafa skilið til fulls og metið hina mannlegu reisn ættasamfélagsins, — gert sér ljóst hvernig maðurinn var áð- ur en stéttakúgun og ríkisvald tók að leika hap.n grátt, buga hann og beygja. Og þó fer fjarri því að hann hafi einbeitt sér að þessu tímab'li, heldur er þvert á móti hin bók- menntalega og heimspekilega þróun á 19- og 20. öldinni aðalviðfangsefni hans. Hið ýtarlegasta, sem enn hefur verið skrif- að um Georg Lukács á íslenzku, er hin mikla grein Vésteins Lúðvíkssonar í Tímariti Máls og menningar 1970: „Georg Lukács og hnignun raunsæisins". Vonandi verður bráð- lega ritað um fleiri þætti í ævistarfi þessa merka frömuðar marxismans. E. O. 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.