Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 29

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 29
MALEFNASAMNINGUR RlKISSTJÓRNARINNAR Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa gert samkomulag um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Ríkisstjórnin mun leggja höfuðáherzlu á eftirfarandi málefni: landhelgismál Að landhelgissamningunum við Breta og Vestur- Þjóðverja verði sagt upp og ákvörðun tekin um út- færslu fiskveiðilandhelgi í 50 sjómílur frá grunn- linum, og komi sú útfærsla til framkvæmda eigi siðar en 1. september 1972. Jafnframt verði ákveðin hundrað sjómílna mengunarlögsaga. Ríkisstjórnin mun um landhelgismálið hafa samráð við stjórnar- andstöðuna og gefa henni kost á að fylgjast með allri framvindu málsins. kjaramál Rikisstjórnin leggur ríka áherzlu á að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað i efnahagsmálum undanfarin ár og leitt hefur til síendurtekinna gengislækkana og óðaverðbólgu. Hún mun leitast við að tryggja að hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en i helztu nágranna- og viðskiptalöndum. I þvi skyni mun hún beita aðgerðum í peninga- og fjár- festingarmálum, og ströngu verðlagseftirliti. Til að ná þessu marki vill stjórnin hafa sem nánast sam- starf við samtök launafólks og atvinnurekenda um náðstafan'r í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glíma I efnahagsmálum, en halda áfram verðstöðvun þar til nýjar ráðstaf- anir til að hamla gegn óeðlilegri verðlagsþróun verða gerðar. Það er stefna ríkisstjórnarinnar, að bæta af- komu verkafólks, bænda, sjórrianna og annarra þeirra, sem búa við hliðstæð kjör. I trausti þess, að ríkisstjórnin hljóti stuðning til þess að ná sem beztum tökum á þróun verðlags- mála, og I þvi skyni að hægt verði að tryggja lág- launafólki árlegar og eðlilegar kjarabætur, mun rikisstjórnin beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfun- um í kjaramálum. 1. Vinnuvikan verði með lögum stytt í 40 stundir án breytinga á vikukaupi. 2. Orlof verði lengt I 4 vikur og framkvæmd orlofs- laga auðvelduð. 3. Kaupgjaldsvísitalan verði leiðrétt um 1,3 vísitölu- stig, sem felld voru niður með verðstöðvunar- lögunum og komi leiðréttingin nú þegar til fram- kvæmda. 4. Þau tvö vísitölustig, sem ákveðið var í verð- stöðvunarlögunum að ekki skyldu reiknuð i kaupgjaldsvisitölu fram til 1. september, verði nú þogar tekin inn i kaupgjaldsvísitöluna. 5. Auk þeirra kjarabóta, er að framan greinir telur ríkisstjórnin að með nánu samstarfi launafólks og rikisstjórnar sé mögulegt að auka I áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars láglaunafólks um 20% á næstu tveimur árum og mun beita sér fyrir að því marki verði náð. 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.