Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 29

Réttur - 01.08.1971, Page 29
MALEFNASAMNINGUR RlKISSTJÓRNARINNAR Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa gert samkomulag um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Ríkisstjórnin mun leggja höfuðáherzlu á eftirfarandi málefni: landhelgismál Að landhelgissamningunum við Breta og Vestur- Þjóðverja verði sagt upp og ákvörðun tekin um út- færslu fiskveiðilandhelgi í 50 sjómílur frá grunn- linum, og komi sú útfærsla til framkvæmda eigi siðar en 1. september 1972. Jafnframt verði ákveðin hundrað sjómílna mengunarlögsaga. Ríkisstjórnin mun um landhelgismálið hafa samráð við stjórnar- andstöðuna og gefa henni kost á að fylgjast með allri framvindu málsins. kjaramál Rikisstjórnin leggur ríka áherzlu á að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað i efnahagsmálum undanfarin ár og leitt hefur til síendurtekinna gengislækkana og óðaverðbólgu. Hún mun leitast við að tryggja að hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en i helztu nágranna- og viðskiptalöndum. I þvi skyni mun hún beita aðgerðum í peninga- og fjár- festingarmálum, og ströngu verðlagseftirliti. Til að ná þessu marki vill stjórnin hafa sem nánast sam- starf við samtök launafólks og atvinnurekenda um náðstafan'r í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glíma I efnahagsmálum, en halda áfram verðstöðvun þar til nýjar ráðstaf- anir til að hamla gegn óeðlilegri verðlagsþróun verða gerðar. Það er stefna ríkisstjórnarinnar, að bæta af- komu verkafólks, bænda, sjórrianna og annarra þeirra, sem búa við hliðstæð kjör. I trausti þess, að ríkisstjórnin hljóti stuðning til þess að ná sem beztum tökum á þróun verðlags- mála, og I þvi skyni að hægt verði að tryggja lág- launafólki árlegar og eðlilegar kjarabætur, mun rikisstjórnin beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfun- um í kjaramálum. 1. Vinnuvikan verði með lögum stytt í 40 stundir án breytinga á vikukaupi. 2. Orlof verði lengt I 4 vikur og framkvæmd orlofs- laga auðvelduð. 3. Kaupgjaldsvísitalan verði leiðrétt um 1,3 vísitölu- stig, sem felld voru niður með verðstöðvunar- lögunum og komi leiðréttingin nú þegar til fram- kvæmda. 4. Þau tvö vísitölustig, sem ákveðið var í verð- stöðvunarlögunum að ekki skyldu reiknuð i kaupgjaldsvisitölu fram til 1. september, verði nú þogar tekin inn i kaupgjaldsvísitöluna. 5. Auk þeirra kjarabóta, er að framan greinir telur ríkisstjórnin að með nánu samstarfi launafólks og rikisstjórnar sé mögulegt að auka I áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars láglaunafólks um 20% á næstu tveimur árum og mun beita sér fyrir að því marki verði náð. 149

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.