Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 51

Réttur - 01.08.1971, Page 51
enn fremur stálhringum Ruhr-héraðsins og rafmagnshringnum AEG. Þessir stórbankar hafa fulltrúa sína í stjórnum fjölda fyrir- tækja, alls 650. Aðeins örfáar iðnaðarsam- steypur eru enn utan við einokunarvald stór- bankanna, svo sem Opel, sem er undir banda- rískum auðvaldsáhrifum og miljarðafyrirtæk- ið Flick. Stórbankarnir vita allt um fyrirtækin, geta leikið örlögin, sett á hausinn, sameinað o. s. frv. Þeir 3 menn, sem stjórna þessum stór- bönkum, vita meira um afkomu og efnahag iðnaðarins en allir hinir íbúar Vestur-Þýzka- lands, 61 miljón, til samans. I krafti þessa leynivalds síns ráða þeir meiru um efnahags- líf landsins en þing og stjórn og þjóðin sjálf. Þeir eru einræðisherrar atvinnulífsins, sem enginn hefur eftirlit með. Og þeir útbúa sín- ar leynilegu áætlanir um alla þróunina, sam- tímis því sem blaðasnápar þeirra útmála opin- beran áætlunarbúskap sem algeran þrældóm! I apríl 1970 sameinuðu tveir þessara banka tvö stærstu skipafélögin, Hamburg-Ameríka- línuna (HAPAG) og Norddeutsche Lloyd í eitt félag: Hapag-Lloyd, sem með 114 skip- um varð annað stærsta skipafélag heims. (Var einhver út á Islandi að tala um „framtak ein- staklingsins'?). Stórbankarnir þrír ráða kauphöllinni. Þeir geta skipulagt verðfall eftir vild, t.d. ef þeir vilja koma vanþóknanlegri ríkisstjórn frá. Haft er eftir bankajöfrinum H. J. Abs, vini Adenauers: „Látið þið mig fá góða stjórn, þá verður allt heilbrigt í kauphöllinni." Abs hef- ur verið kallaður „ríkiskanslari auðmagnsins" (Der Kanzler des Kapitals). Raunverulegt lýðræði er það að fólkið sjálft ráði og þá fyrst og fremst atvinnulífinu, sem er grundvöllur tilveru þess. Einræði einkabankaklíkunnar vesmrþýzku sýnir hve lýðræðið á langt í land, þó alltaf sé þvaðrað um það. STRÍÐSGLÆPAMENN Telford Taylor var aðalákærandi af hálfu Bandaríkjanna í Niirnberg, er Göring og aðrir helztu stríðsglæpamenn nazista voru dæmdir til dauða. Taylor er nú prófessor við Columbia-háskólann. Taylor segir um Viet- nam stríðið í bók sinni: „Nurnberg and Vietnam: an American Tragedy," Það er „dýrasta og sorglegasta heimska amerískrar sögu." Síðan segir hann: „Við hagnýtmm friðaranda Núrnberg og Samnings Samein- uðu þjóðanna til að réttlæta árás okkar á Vietnam. En einhvern veginn höfum vér sjálfir vanrækt að læra þá lexíu, sem við kenndum í Núrnberg og þessi vanræksla er nú sorgleikur Ameríku". Hann skorar síðan á Bandaríkjamenn að dæma Vietnamstríðið eftir höfuðreglum Núrnberg-málaferlanna: „Spurningin er hvort ríkisstjórn Bandaríkj- anna er reiðubúin til að mæta afleiðingunum af því að beita þessum reglum á Vietnam- stríðið." Bandaríski blaðamaðurinn Neil Sheehan ritar í „New York Times Book Review" um 33 bækur, sem afhjúpa hvað Bandaríkja- menn í raun og veru hafast að í Vietnam og segir síðan, að trúi maður aðeins broti af því, sem þar kemur fram, „þá geta leiðtogar Bandaríkjanna síðusm sex ár a. m. k. og þar með talinn núverandi forseti Richard Mil- hous Nixon mjög vel verið sekir um að hafa franv'ð stríðsglæpi." Tímaritið „Time" segir um keðju fyrir- skipananna um blóðbaðið í My Lai að hún byrji hjá Calley og endi hjá Johnson, æðsta manni Bandaríkjahers. Fulbright, öldungardeildarmaður og for- maður utanríkismálanefndarinnar, kvað hina ábyrgu vera: hershöfðingjana Westmoreland og Abrams og forsetana Lyndon Johnson og Richard Nixon. 171

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.