Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 23

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 23
Það er einkum tvennt, sem hefur sett svip sinn á sögu Svörtu hlébarðanna þau fáu ár, sem samtökin hafa starfað. Hið fyrra eru til- raunir þeirra til að koma á samvinnu við aðra róttæka stjórnmálahópa, hið síðara eru árekstrar þeirra við lögreglu og dómstóla. Huey P. Newton, helzti leiðtogi samtak- anna, var handtekinn haustið 1967 eftir að hafa lent í átökum við lögregluna og herferð sú, sem samtökin hófu skömmu síðar til að fá hann látinn lausan, átti mikinn þátt í að samtökin komu undir sig fómnum í stór- borgunum í Norðurríkjunum. I febrúar 1968 tókst bandalag með Svörm hlébörðunum og Stokely Carmichael og fylgismönnum hans. Skömmu síðar tekst samvinna við ýmsa rót- tæka hópa um samstöðu við forsetakjör 1968. Morðið á Martin Luther King í apríl 1968 varð til þess að ydda þær andstæður sem fyrir voru og sannfærði marga um tilgangsleysi hinnar friðsamlegu baráttu. Haustið 1968 slitnaði upp úr þeirri samvinnu, sem komizt hafði á um vorið vegna þeirra kosninga sem framundan vom, og í nóvemberl968 varð Cleaver, sem verið hafði frambjóðandi flokks- ins að fara úr landi. Huey P. Newton var um sama leyti dæmdur til 214 árs fengelsisvistar. Hann var látinn laus á sl. ári „vegna form- galla við framkvæmd réttarhaldanna". Talið er líklegt að yfirvöldin hafi gripið til þessa fáðs til að friða „almenningsálitið", þ. e. vegna gagnrýni ýmissa róttækra og frjáls- lyndra manna úr hópi hvítra. Newton á hins vegar að koma fyrir rétt á nýjan leik. Árið 1969 einbeittu Svörtu hlébarðarnir sér að pólitísku fræðslu- og vakningarstarfi og létu stöðugt meir til sín taka. Yfirvöldin litu starfsemi þeirra mjög alvarlegum augum eins °g kemur fram í ummælum yfirmanns alrík- islögreglunnar J. Edgars Hoover um að sam- tökin „ógnuðu öryggi þjóðarinnar". Lögregl- an í New York hóf í apríl 1969 fjöldahand- Bobby Seale tökur á félögum og trúnaðarmönnum sam- takanna. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa ætl- að að fremja skemmdarverk á opinberum byggingum. Dómstólarnir létu ekki sitt eftir liggja. Höfðað var mál gegn Bobby Seale og hann ákærður fyrir morð. Framkvæmd réttar- haldanna yfir honum var með hreinum en- demum. Ákærði var keflaður og hlekkjaður við sæti sitt í réttarsalnum vegna þess að hann talaði of mikið! Niðurstaða réttarhald- anna varð sú, að Seale var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að hafa sýnt réttinum óvirð- ingu. Ofsóknarherferð stjórnarvalda gegn hreyfingu hinna svörtu hlébarða hefur enn ekki linnt og síðasti áfangi hennar er ákæran á hendur Angelu Davis, en mál hennar er nú fyrir dómstólunum. Er hún ákærð fyrir hlutdeild í morði. 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.