Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 23

Réttur - 01.08.1971, Page 23
Það er einkum tvennt, sem hefur sett svip sinn á sögu Svörtu hlébarðanna þau fáu ár, sem samtökin hafa starfað. Hið fyrra eru til- raunir þeirra til að koma á samvinnu við aðra róttæka stjórnmálahópa, hið síðara eru árekstrar þeirra við lögreglu og dómstóla. Huey P. Newton, helzti leiðtogi samtak- anna, var handtekinn haustið 1967 eftir að hafa lent í átökum við lögregluna og herferð sú, sem samtökin hófu skömmu síðar til að fá hann látinn lausan, átti mikinn þátt í að samtökin komu undir sig fómnum í stór- borgunum í Norðurríkjunum. I febrúar 1968 tókst bandalag með Svörm hlébörðunum og Stokely Carmichael og fylgismönnum hans. Skömmu síðar tekst samvinna við ýmsa rót- tæka hópa um samstöðu við forsetakjör 1968. Morðið á Martin Luther King í apríl 1968 varð til þess að ydda þær andstæður sem fyrir voru og sannfærði marga um tilgangsleysi hinnar friðsamlegu baráttu. Haustið 1968 slitnaði upp úr þeirri samvinnu, sem komizt hafði á um vorið vegna þeirra kosninga sem framundan vom, og í nóvemberl968 varð Cleaver, sem verið hafði frambjóðandi flokks- ins að fara úr landi. Huey P. Newton var um sama leyti dæmdur til 214 árs fengelsisvistar. Hann var látinn laus á sl. ári „vegna form- galla við framkvæmd réttarhaldanna". Talið er líklegt að yfirvöldin hafi gripið til þessa fáðs til að friða „almenningsálitið", þ. e. vegna gagnrýni ýmissa róttækra og frjáls- lyndra manna úr hópi hvítra. Newton á hins vegar að koma fyrir rétt á nýjan leik. Árið 1969 einbeittu Svörtu hlébarðarnir sér að pólitísku fræðslu- og vakningarstarfi og létu stöðugt meir til sín taka. Yfirvöldin litu starfsemi þeirra mjög alvarlegum augum eins °g kemur fram í ummælum yfirmanns alrík- islögreglunnar J. Edgars Hoover um að sam- tökin „ógnuðu öryggi þjóðarinnar". Lögregl- an í New York hóf í apríl 1969 fjöldahand- Bobby Seale tökur á félögum og trúnaðarmönnum sam- takanna. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa ætl- að að fremja skemmdarverk á opinberum byggingum. Dómstólarnir létu ekki sitt eftir liggja. Höfðað var mál gegn Bobby Seale og hann ákærður fyrir morð. Framkvæmd réttar- haldanna yfir honum var með hreinum en- demum. Ákærði var keflaður og hlekkjaður við sæti sitt í réttarsalnum vegna þess að hann talaði of mikið! Niðurstaða réttarhald- anna varð sú, að Seale var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að hafa sýnt réttinum óvirð- ingu. Ofsóknarherferð stjórnarvalda gegn hreyfingu hinna svörtu hlébarða hefur enn ekki linnt og síðasti áfangi hennar er ákæran á hendur Angelu Davis, en mál hennar er nú fyrir dómstólunum. Er hún ákærð fyrir hlutdeild í morði. 143

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.