Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 25

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 25
kúgurum sínum. Hann skoðar baráttu hinna svörtu öreiga í alþjóðlegu samhengi og lítur á hana sem hliðstæðu þjóðfrelsisbaráttu und- irokaðra þjóða í þriðja heiminum. Mál Angelu Davis, sem nú er fyrir dóm- stólunum, hefur einnig orðið til að magna ágreining hinna tveggja andstæðu fylkinga. Miðstjórn samtakanna styður Angelu Davis sem pólitískan fanga á sama hátt og mið- stjórnin studdi þau Bobby Seale og Erica Huggins, meðan réttarhöldin yfir þeim stóðu yfir. Cleaver hefur hinsvegar fordæmt Ang- elu Davis sem „bandingja" kommúnista, en þeir stefna að hans dómi að því að ná tang- arhaldi á byltingarhreyfingu blökkumanna og ætla á þann hátt að sundra samtökum svartra hlébarða. Segja má,að sú kreppa sem „Svörtu hlé- barðarnir" hafa átt í upp á síðkastið, sé þrí- þætt: 1) hugmyndafræðilegur ágreiningur; 2) sundrung í forustuliði; 3) erfiðleikar í almennu starfi grunneininga samtakanna vegna ofsókna ríkisvaldsins. A síðustu mánuðum hafa sézt þess ýmis marki, að heldur er að rofa til hjá samtökun- um á nýjan leik. Akæruvaldið hefur farið hin- ar mesm hrakfarir í málatilbúnaði sínum gegn ýmsum hópum svartra hlébarða fyrir dómstólunum. Hópur sá úr samtökunum, sem kom fyrir rétt í New York vegna ákæru um skemmdarverkastarfsemi, var sýknaður af þeirri ákæru á sl. vori og í júní sl. gerðist það svo í New Haven, að dómarinn í máli, sem höfðað hafði verið gegn Bobby Seale og Erica Huggins vegna ákæru um samsæri í því skyni að fremja morð, vísaði málinu endanlega frá. Þetta gerðist eftir að kviðdómur, skipaður 7 hvítum mönnum og 5 blökkumönnum, gat ekki komizt að neinni niðurstöðu í málinu. Kviðdómurinn hafði þá setið á rökstólum í 6 daga, en alls stóð málflutningur í máli þessu í 6 mánuði. Mun kostnaður ákæru- Angela Davis valdsins vegna málatilbúnaðarins nema um iy2 milljón dollaralUrskurður Harold M. Mulvey dómara kom mjög á óvart, en hann rökstuddi úrskurðinn með því, að ókleift væri 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.