Réttur


Réttur - 01.08.1971, Qupperneq 25

Réttur - 01.08.1971, Qupperneq 25
kúgurum sínum. Hann skoðar baráttu hinna svörtu öreiga í alþjóðlegu samhengi og lítur á hana sem hliðstæðu þjóðfrelsisbaráttu und- irokaðra þjóða í þriðja heiminum. Mál Angelu Davis, sem nú er fyrir dóm- stólunum, hefur einnig orðið til að magna ágreining hinna tveggja andstæðu fylkinga. Miðstjórn samtakanna styður Angelu Davis sem pólitískan fanga á sama hátt og mið- stjórnin studdi þau Bobby Seale og Erica Huggins, meðan réttarhöldin yfir þeim stóðu yfir. Cleaver hefur hinsvegar fordæmt Ang- elu Davis sem „bandingja" kommúnista, en þeir stefna að hans dómi að því að ná tang- arhaldi á byltingarhreyfingu blökkumanna og ætla á þann hátt að sundra samtökum svartra hlébarða. Segja má,að sú kreppa sem „Svörtu hlé- barðarnir" hafa átt í upp á síðkastið, sé þrí- þætt: 1) hugmyndafræðilegur ágreiningur; 2) sundrung í forustuliði; 3) erfiðleikar í almennu starfi grunneininga samtakanna vegna ofsókna ríkisvaldsins. A síðustu mánuðum hafa sézt þess ýmis marki, að heldur er að rofa til hjá samtökun- um á nýjan leik. Akæruvaldið hefur farið hin- ar mesm hrakfarir í málatilbúnaði sínum gegn ýmsum hópum svartra hlébarða fyrir dómstólunum. Hópur sá úr samtökunum, sem kom fyrir rétt í New York vegna ákæru um skemmdarverkastarfsemi, var sýknaður af þeirri ákæru á sl. vori og í júní sl. gerðist það svo í New Haven, að dómarinn í máli, sem höfðað hafði verið gegn Bobby Seale og Erica Huggins vegna ákæru um samsæri í því skyni að fremja morð, vísaði málinu endanlega frá. Þetta gerðist eftir að kviðdómur, skipaður 7 hvítum mönnum og 5 blökkumönnum, gat ekki komizt að neinni niðurstöðu í málinu. Kviðdómurinn hafði þá setið á rökstólum í 6 daga, en alls stóð málflutningur í máli þessu í 6 mánuði. Mun kostnaður ákæru- Angela Davis valdsins vegna málatilbúnaðarins nema um iy2 milljón dollaralUrskurður Harold M. Mulvey dómara kom mjög á óvart, en hann rökstuddi úrskurðinn með því, að ókleift væri 145

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.