Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 41

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 41
sk:par einn, — en hinir heyra — og hlý8a margir. Þessi stöðlun mannsálarinnar getur nálgazt dá- leiðslu, þorranum finnst sjálfsagt að breyta eftir þessum fyrirmælum, hvort sem um er að ræða skoðun, t.d. á stjórnmálum, kaup, t.d. á þvottaefni, eða um t.d. kventízku. Með þessu móti er líka þörfum mannanna stjórnað, auglýsingar og saman- burður við nágrannann ræður þvi hvað mönnum finnst þá vanta, — og kaupa það: gerast þannig gervi-markaður fyrir framleiðsluvöru kapitalismans. Og stöðutáknin („status-symþol") hafa áhrif i sömu átt: bílgerðin, einbýlishúsið o. s. frv. Þannig býr auðvaldið sína andlegu þegna undir allsherjar bræðslupott hnappasmiðsins, þvaðrandi á meðan um einstaklingsfrelsi og einstaklingsframtak.* Þeíía áhrifaferli auðvaldsins svipar meir og meir t:l ólaganna i þjóðsögunum. Það er sem auðvalds- flagðið cegi gegnum sjónvarp, útvarp, blöð og auglýsingar: Mæli ég um og legg ég á ... að þetta skaltu vilja, þetta skaltu þrá .. . og umskiptingurinn hlýðir. Gegn þessu rls nú eigi sízt æskan meir og meir, róttæk og byltingarsinnuð — svo sem alþýðan óður reis gegn sama auðvaldinu, er þá var I ann- arri mynd. Það verður þvi æ betur Ijóst að sósíalisminn i hinum háþróuðu auðvaldslöndum verður ekki að- eins uppreisn og sigur hins samtaka vinnandi fjölda yfir auðvaldinu og arðráni þess, heldur og endanlegur sigur einstaklingsins yfir þeirri andlega þrúgandi meðalmennskuhefð sem valdhafarmr skapa. Og það á sósíalisminn síðarmeir eftir að verða alstaðar, svo sem þeir Marx og Engels settu fram sínar vonir um og skoðanir á i lok stefnu- skrárkafla Kommúnistaávarpsins: ,,l stað gamla, borgaralega þjóð'élagsins með stéttum og stétta- mun, — kemur samfélag, þar sem frjáls þróun ein- stakllngsins er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar- innar." c. Einangrun og upplausn hins lifandi samfélags. Loftur Guttormsson hefur í ýtarlegri grein i Rétti 1965 lýst firringunni,** sem á rót sína að rekja til framleiðsluhátta auðvaldsskipulagsins og ágerist Hættan: Og aldrei kom hún aftur, hin mæra myndin þín, því mænirðu upp úr dalnum, er sól á tinda skín; þér finnst þinn dalur lítill og myrk og meinleg ævi; þú minnkar bráðum sjálfur — og þá er allt við hæfi. Þorsteinn Erlingsson: Myndin. með sívaxandi tækni og hraðstækkandi fyrirtækj- um. Skal vísað til hennar, hvað snertir lika áhrifin á verkalýð nútímans og verklýðshreyfingu hans, sem I sjálfu sér er tilraun til að yfirvinna firringuna bæði með faglegum og pólitískum samtökum og aðgerðum, ekki sízt þe:m, sem stefna að sjálfu af- námi auðvaldsskipulagsins. En vert er aö undirstrika hér hver áhrif ,,ný" tækni eins og sjónvarpið, billinn og fleira hefur I þá átt að einangra menn I örsmáum heildum, hjálpa til að leysa upp það lifandi samfélag margra manna, sem einkenndi t.d. fundastarfsemi félaga fyrstu ára- tugi þessarar aldar hér á landi. Vissulega hafa form funda staðnað og þarfnast gagngerra breytinga, ef kostur er endurnýjunar á fundum sem raunveru- legu samfélagi manna. I stað funda í félögum, svo cem t.d. verkalýðsins, er nú komln skrifstofan með sinum einhliða samböndum stjórna og félagsmanna: köld stofnun I stað lifandi samfunda. Það er raun- verulega elnskonar upplausn I frumeindir (,,atom- isering") verklýðshreyfingarinnar, sem hér er að gerast, — og aðeins hln harða skelegga barátta, svo sem i virkni fjöldans I verkföllum, og hin stétt- arlegu og hugsjónalegu tengsl i stjórnmálabarátt- unni geta unnið á móti þessum upplausnartilhneig- ingum. * Marxistíska skilgreiningu á þessari baráttu má ** Réttur 1965, bls. 282: „Firring mannsins i nú lesa I grein Perry Andersons: „Ríkið og nýkapítal- tímaþjóðfélagi." isminn" i Rétti 1968, bls. 107—114. 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.