Réttur


Réttur - 01.08.1971, Síða 41

Réttur - 01.08.1971, Síða 41
sk:par einn, — en hinir heyra — og hlý8a margir. Þessi stöðlun mannsálarinnar getur nálgazt dá- leiðslu, þorranum finnst sjálfsagt að breyta eftir þessum fyrirmælum, hvort sem um er að ræða skoðun, t.d. á stjórnmálum, kaup, t.d. á þvottaefni, eða um t.d. kventízku. Með þessu móti er líka þörfum mannanna stjórnað, auglýsingar og saman- burður við nágrannann ræður þvi hvað mönnum finnst þá vanta, — og kaupa það: gerast þannig gervi-markaður fyrir framleiðsluvöru kapitalismans. Og stöðutáknin („status-symþol") hafa áhrif i sömu átt: bílgerðin, einbýlishúsið o. s. frv. Þannig býr auðvaldið sína andlegu þegna undir allsherjar bræðslupott hnappasmiðsins, þvaðrandi á meðan um einstaklingsfrelsi og einstaklingsframtak.* Þeíía áhrifaferli auðvaldsins svipar meir og meir t:l ólaganna i þjóðsögunum. Það er sem auðvalds- flagðið cegi gegnum sjónvarp, útvarp, blöð og auglýsingar: Mæli ég um og legg ég á ... að þetta skaltu vilja, þetta skaltu þrá .. . og umskiptingurinn hlýðir. Gegn þessu rls nú eigi sízt æskan meir og meir, róttæk og byltingarsinnuð — svo sem alþýðan óður reis gegn sama auðvaldinu, er þá var I ann- arri mynd. Það verður þvi æ betur Ijóst að sósíalisminn i hinum háþróuðu auðvaldslöndum verður ekki að- eins uppreisn og sigur hins samtaka vinnandi fjölda yfir auðvaldinu og arðráni þess, heldur og endanlegur sigur einstaklingsins yfir þeirri andlega þrúgandi meðalmennskuhefð sem valdhafarmr skapa. Og það á sósíalisminn síðarmeir eftir að verða alstaðar, svo sem þeir Marx og Engels settu fram sínar vonir um og skoðanir á i lok stefnu- skrárkafla Kommúnistaávarpsins: ,,l stað gamla, borgaralega þjóð'élagsins með stéttum og stétta- mun, — kemur samfélag, þar sem frjáls þróun ein- stakllngsins er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar- innar." c. Einangrun og upplausn hins lifandi samfélags. Loftur Guttormsson hefur í ýtarlegri grein i Rétti 1965 lýst firringunni,** sem á rót sína að rekja til framleiðsluhátta auðvaldsskipulagsins og ágerist Hættan: Og aldrei kom hún aftur, hin mæra myndin þín, því mænirðu upp úr dalnum, er sól á tinda skín; þér finnst þinn dalur lítill og myrk og meinleg ævi; þú minnkar bráðum sjálfur — og þá er allt við hæfi. Þorsteinn Erlingsson: Myndin. með sívaxandi tækni og hraðstækkandi fyrirtækj- um. Skal vísað til hennar, hvað snertir lika áhrifin á verkalýð nútímans og verklýðshreyfingu hans, sem I sjálfu sér er tilraun til að yfirvinna firringuna bæði með faglegum og pólitískum samtökum og aðgerðum, ekki sízt þe:m, sem stefna að sjálfu af- námi auðvaldsskipulagsins. En vert er aö undirstrika hér hver áhrif ,,ný" tækni eins og sjónvarpið, billinn og fleira hefur I þá átt að einangra menn I örsmáum heildum, hjálpa til að leysa upp það lifandi samfélag margra manna, sem einkenndi t.d. fundastarfsemi félaga fyrstu ára- tugi þessarar aldar hér á landi. Vissulega hafa form funda staðnað og þarfnast gagngerra breytinga, ef kostur er endurnýjunar á fundum sem raunveru- legu samfélagi manna. I stað funda í félögum, svo cem t.d. verkalýðsins, er nú komln skrifstofan með sinum einhliða samböndum stjórna og félagsmanna: köld stofnun I stað lifandi samfunda. Það er raun- verulega elnskonar upplausn I frumeindir (,,atom- isering") verklýðshreyfingarinnar, sem hér er að gerast, — og aðeins hln harða skelegga barátta, svo sem i virkni fjöldans I verkföllum, og hin stétt- arlegu og hugsjónalegu tengsl i stjórnmálabarátt- unni geta unnið á móti þessum upplausnartilhneig- ingum. * Marxistíska skilgreiningu á þessari baráttu má ** Réttur 1965, bls. 282: „Firring mannsins i nú lesa I grein Perry Andersons: „Ríkið og nýkapítal- tímaþjóðfélagi." isminn" i Rétti 1968, bls. 107—114. 161

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.