Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 3

Réttur - 01.08.1971, Page 3
EINAR OLGEIRSSON UPPREISN ÆSKU OG ALÞÝÐU Með þingkosningunum 13. júní og stjórn- armynduninni 14. iúlí var óvænt brotið við blað í stjórnmálasögu 20. aldarinnar. Um- skiptin urðu þau mestu, er orðið hafa síðan 1942 og höfðu fæstir búist við slíku, í svo fastar skorður, sem fylgi flokkanna var kom- ið. KOSNINGABARÁTTA OG KOSNINGAÚRSLIT Þótt kosningabaráttan væri víðast með hefðbundnum hætti, þá breytti sjónvarpið nú svip hennar mjög og aðgángi að almenn- ingi, — og þegar á síðustu kosningavikuna leið í Reykjavík og Alþýðubandalagið reið á vaðið með fyrsta flokkspólitískan fund í L:.ugardalshöllinni og fékk á hann um 5000 manns, þá var greinilegt að mikil umskipti voru í aðsigi. Hve mikil sýndu úrslitin. Stjórnarflokkarnir biðu algeran ósigur, — hröpuðu úr 32 þingsætum niður í 28, — og varð Alþýðuflokkurinn eðlilega verst úti og hlaut þá refsingu fyrir langa íhaldsþjón- usm að hrapa niður í 6 þingsæti úr 9- Hef- ur hann nú rúm 10% atkvæða, en hafði 1934, þegar gengi hans var mest 21,7% og var þá jafnsterkur Framsókn. Er það eftir- tektarvert og eðlilegt að Alþýðuflokkurinn fái slíka útreið, þegar hann rekur íhalds- pólitík, en hitt jafn athyglisvert að bezt hef- ur honum vegnað í kosningum á þessu tímabili eftir að hann var knúinn til stjórn- arsamstarfs við Sósíalistaflokkinn í nýsköp- unarstjórninni og fékk í þingkosningunum 1946 17,8% allra atkvæða. En eigi varð síður eftirtektarvert að stærsti stjórnarándstöðuflokkurinn, Fram- sókn, skyldi ekki vinna á, heldur hrapa úr 28,1% atkvæða 1967 niður í 25,6% og 123

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.