Réttur - 01.10.1971, Síða 27
er hann sviftur vinnu vegna skoðana sinna og starfs
að því að fá verkamenn i verklýðsfélög. Þegar
kreppan byrjar 1929 fær hann að kenna á atvinnu-
leysinu og misþyrmingum lögreglunnar. 1933 er
hann einn aðalleiðtogi hungurgöngu námuverka-
manna til Washington. Nelson fer I alþjóðahersveit-
ina, þegar baráttan hefst gegn uppreisn fasista á
Spáni. Um þá baráttu ritar hann bók sina „Sjálf-
boðaliðarnir" („The Volunteers"). Eftir heimkom-
una tekur hann baráttuna aftur upp gegn auð-
drottnum Bandaríkjanna: Mellon, Rockefeller og
Du Pont, þessum einokunarherrum atvinnulifsins,
sem grætt höfðu biljarða dollara á blóðfórnum al-
þýðunnar i striðinu. Og auðkóngarnir létu þjóna
sina í lögreglu og dómstólum búa til svikamál, —
þar sem amerikanar kalla á sinu máli ,,frame-up"
— á hendur honum, til að binda fyrir munn hans.
En Nclson tætti alla þessa svikavefi sundur.
„Nelson er hin sérkennilega hetja okkar aldar
alþýðumannsins" — sagði rithöfundurinn Michael
Gold um hann. — „Aldrei á ævinni hef ég lesið
slika bók sem þessa,“ sagði rithöfundurinn Howard
Fast um ,,13. kviðdómandann", „en ég hef heldur
aldrei kynnst öðrum eins manni og Steve Nelson“
bætti hann við.
En nú var lika brátt komið að endalokum Mc-
Carthy-ismans. I desember 1954 samþykkti öld-
ungaráðið með % atkvæða vítur á McCarthy. Hann
var þá farinn að væna Bandarikjaher og öldunga-
ráðið sjálft um að vera „gagnsýrt af kommún-
isma"". Brjálæðisköst kommúnistahataranna gengu
sem sé fram af afturhaldsmönnunum sjálfum. (Þau
minna stundum á eykonisma Morgunblaðsins).
McCarthy var búinn að vera. En eftir lá smánarblett-
ur ofsóknanna: iifsstarf og lífshamingja þúsunda
eyðilögð, listsköoun fremstu listamanna bæld eða
stöðvuð (Paul Robeson, einn bezti söngvari allra
alda, var fangi í landi sinu og fékk ei sungið þar),
hundruð manna fangelsuð fyrir engar sakir og tugir
saklauss fólks drepið af afturhaldsmönnum eða
lögreglu og jafnvel með beinum dómsmorðum.
Síðan hófst mikil sókn hinna róttæku afla og
verður hún ekki rædd hér. Barátta blökkumanna,
m. a. „svörtu hlébarðanna", hefur verið rakin í
siðasta hefti af Sigurði Ragnarssyni.
En nú er Ijóst að nýr voði vofir yfir. Morð
lögreglunnar á George Jackson, hinum unga blakka
rithöfundi, á eftir morðum lögreglu á fleiri foringj-
um fyrir baráttusamtökum negranna, sýnir að ný
ógnaröld getur hafizt i Bandarikjunum, nema al-
Steve Nelson.
menningsálitið i heiminum láti til sín taka. Dóm-
stólarnir höfðu reynt að drepa George Jackson
áður en lögreglunni tókst það. Þá átti að kenna
honum og tveim meðföngum hans í fangelsinu
Soledad morð á fangaverði, en það tókst að fletta
ofan af þeirri svikaákæru, — en nafnið „Soledad-
bræður' festist við þá félaga.
Og nú bíður Angela Davis dóms í þessu riki
réttarmorðanna og raunar í einu alræmdasta aftur-
haldsfylki þess, Kaliforníu.
Út um viða veröld ris mótmælaaldan gegn fyrir-
huguðu réttarmorði hærra og hærra. Einnig hér út
á Islandi þarf baráttan að harðna. Alþýðubanda-
lagið, flokkur íslenzkra sósialista, hefur þegar hvatt
til mótmæla. Þjóðin þarf að taka undir.
203