Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 5

Réttur - 01.04.1973, Side 5
„Einnig hér á íslandi eru stormatímar í aðsigi, tímar mikilla breytinga og úrslita- átaka um völdin I þjóðfélaginu. Á skömm- um tima hefur þungamiðja þjóðlífsins færzt í þéttbýlið, til Reykjavíkur fyrst og fremst. Þetta er staðreynd og þýðingar- laust að halda áfram til lengdar blaða- skrifum um það, hvort þessi tilfærsla sé æskileg. Afleiðing þessarar þróunar hlýtur að verða sú, að alþýðan, yfirgnæfandi meiri- hluti íbúanna í bæjunum, verði sterkasta aflið í stjórnmálum þjóðarinnar, er hún vaknar til fullrar vitundar um mátt sinn. Sókn íslenzkrar alþýðu til fullra mann- réttinda og viðurkenningar hefur verið hröð og markvís. Á fáum áratugum hafa bændur og verkamenn hreinsað vilja sinn af vanabundnum hugmyndum um undir- gefnisskyldu við máttarvöld þessa heims og annars, og öðlazt meðvitund um manngildi sitt og rétt; ekki einungis beztu og sterkustu einstaklingar þessara at- vinnustétta, heldur allur þorri þeirra." ,,Um allt land bíða djarfir og stórhuga æskumenn eftir því að lífið veiti þeim hlutverk. — i smiðjunum i Reykjavik, á togurunum í myrkri og hættum millilanda- siglinganna, í einangrun sveitabæja og smáþorpa, við námsborð alþýðuskóla, menntaskóla og háskóla vaka djarfar vonir í brjósti nýrrar kynslóðar. Það eru beinvaxnir synir og frjálshuga dætur verkafólks með bognu bökin, fólksins, sem var hrakið og hrjáð af hrokagikkj- um og auðsöfnurum sinnar tíðar. Þessi æska hefur í kosningum ársins sem leið fylgt sér um Sósialistaflokkinn, vottur þess, að hún ætli ekki að láta glepja sig frá því mikla hlutverki, sem bíður hennar. Synir og dætur verkafólksins með bognu bökin halda í hendi sér örlögum lands og þjóðar á annan hátt en nokkur íslenzk kynslóð á undan þeim. Það er á þeirra valdi að gera Island að alþýðuríki, leggja grunn að nýju og fullkomnara þjóðskipu- lagi handa börnum sínum en þeim var fengið í hendur. Sá tími er liðinn, er stór- huga unglingar úr alþýðustétt brjótist yfir í herbúðir andstæðinganna og helgi þeim ævistarf sitt. Alþýðusynir og dætur, sem tekizt hefur að afla sér menntunar, munu ekki nota menntun sína sem að- göngumiða í yfirstéttarklíkur, heldur gera þekkinguna að bitru vopni í þágu verka- lýðshreyfingarinnar. Hvergi bíða hugum- stórra æskumanna erfiðari og stærri verkefni. Það er ekki víst að öldin verði hálfnuð, er þeir fylkja liði til úrslitabaráttu, þessir alþýðumenn, undir hinum rauða fána sósíalismans, í einum flokki. Þeir hafa þjálfazt í skæruhernaði alþýðusamtak- anna, I verkföllum sem ýmist hafa unnizt eða tapazt, í baráttunni um viðurkenn- ingu á verkalýðsfélagi í þorpinu sínu, í bardögum um einföldustu og sjálfsögð- ustu mannréttindi, réttinn til að vinna sér fyrir lífsviðurværi. Þeir fara þar fyrstir ungir verkamenn, sjómenn, bændasynir, harðsnúið lið og einbeitt. Og ungu stúlk- urnar og konurnar taka sér stöðu við hlið bræðra sinna, unnusta og eigin- manna. Þar næst koma hinir eldri, líka gömlu feðurnir og mæðurnar með bognu bökin og andlitin merkt af ævilöngu striti. í eyrum þeirra hljóma eggjunarorð skáld- anna, sem löngu á undan samtíð sinni skildu, að þessi flokkur hlaut að verða til. Ungir, vinnuharðir hnefar kreppast, 69

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.