Réttur


Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 11

Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 11
stað er framleiðsla þeirra orðin gífurlegt efnahagslegt tekjuatriði fyrir marga volduga auðhringa, einkum í Bandaríkjunum. Al- menningur borgar svo auðvitað brúsann í formi skatta. Meðal vel taminna þjóða eins og okkar hér í Evrópu þarf sjaldan að grípa til hersins innanlands. Tilvera hans er löngu orðin nóg auk lögreglunnar og áróðursmáttar fjölmiðl- anna. En hvenær sem um það heyrist rætt, að „herinn taki völdin" í einhverju landi, þá er það auðvitað ekki í þágu hersins sem slíks, heldur vinna hershöfðingjarnir jafnaðarlega í þágu einhverrar hagsmunastéttar. Her- mennirnir sjálfir eru ævinlega með aumustu þegnum hvers lands. Hvort sem svokölluð hernaðarbylting gerist í Suðurameríku, Indó- kína eða Grikklandi, þá hróflar herinn ekki við forréttindastöðu yfirstéttanna, heldur verndar hana og styrkir. Onassis og Niar- chos halda öllu sínu, en „der gemeine Mann hat kein Gewinn", eins og Brecht segir í Mutter Courage. Svo hefur það líka alla tíð verið. I elzta ríki á Vesturlöndum, sem við vitum að hafði lögreglu, Aþenu hinni fornu, þar fannst Aþeningum ekki skammlaust fyrir frjálsborna menn að gegna slíkum starfa fremur en ásum að fara með galdur, og því voru þrælar notaðir til að halda öðrum þræl- um í skefjum. Rauði herinn var líka upphaflega tæki verkalýðsins til að kúga borgarastétt og land- eigendaauðvald í núverandi Sovétríkjum, þótt hann yrði seinna verkfæri hins furðu- lega skriffinnskuvalds, eftir að verkalýðsfor- ystunni hafði blætt óþyrmilega út í fimm ára borgarastyrjöld. Og nú gengur þessi sögu- frægi her erindis afturhaldsins í allri Aust- urevrópu og víðar undir því óskráða kjörorði, að allar breytingar séu til bölvunar, eins og átakanlegast sannaðist í Tékkóslóvakíu fyrir bráðum fimm árum. Frá Vietnam. HER Á ÍSLANDI En það er auðvitað hervald heimsauðvalds- ins, sem einkum snýr að okkur íslending- um. Því má einkum skipta í þrennt: I fyrsta lagi her hverrar auðstéttar í sínu heimalandi. I öðru lagi beinan og grímulausan nýlendu- her, sem aðallega Portúgalar halda enn uppi. Og í þriðja lagi þá alheimslögreglu auðvalds- ins og heimsvaldastefnunnar, sem á fínna máli heitir hernaðaraðstoð og Bandaríkja- menn hafa nú um stundir einkanlega veg og vanda af, sem vonlegt er, þar sem bandarísk- ir aðilar ráða yfir sextíu hundraðshlutum af auðlindum jarðarinnar. Þessvegna hafa Bandaríkjamenn þennan fjölda herstöðva út um víða veröld til að gæta hagsmuna sinna og velta óþægum ríkisstjórnum, ef með þarf. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.