Réttur


Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 13

Réttur - 01.04.1973, Qupperneq 13
að þetta þurfa ekki að vera og eru ekki nein- ar þverstæður, ef rétt er skilið. Menn leggja einungis misþunga áherzlu á annanhvorn þáttinn. Frá sjónarmiði þjóðernissinna er það höf- uðatriði, næstum forsenda lífshamingjunnar, að Islendingum auðnist áfram að vera sér- stök sjálfstæð þjóð með eigin tungu og öðr- um sérkennum. Þeir óttast, að sífelld návist hins erlenda hers með fjölmiðlum sínum og annarri áróðurstækni hafi smám saman of einhliða erlend áhrif og þoki íslendingum eins og nii er ástatt skref fyrir skref í átt til bandarísks hugsunarháttar, lífsvenja og menningar yfirleitt. í þessu felst þó ekki neinn útúrboruháttur eða andúð á erlendri menningu yfirleitt og alls ekki hinni ame- rísku sem slíkri. Hér vakir miklu fremur óskin um að íslenzk menning dragi sér frjó- magn úr sem flestum áttum, en verði ekki gleypt af einu trölli og sitji í bezta falli eftir sem einskonar fágætt ambur í maga þess. Auk þess telja þeir stöðuga hættu á því, að erlendir aðilar (bandarískir) geti leitað lags og gripið hentugt tækifæri til að ná hér æ meiri efnahagslegum ítökum, en þetta geri fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar að lokum að lögfræðilegu hugtaki einu saman. Þá verði ekki lengur gaman að vera íslend- ingur. Alþjóðahyggjurum er það hinsvegar meira í mun, að bandaríska herstöðin hér sé þáttur í alþjóðlegu kerfi heimsvaldastefnunnar til að kúga og arðræna fátækar þjóðir og í innra eðli sínu séu herstöðvar eitt af tækjum heims- auðvaldsins til að viðhalda arðráni sínu og þarmeð stéttaskiptingunni í hverju landi. Enda sé fastaher upphaflega og ævinlega tæki einnar stéttar til að ráða yfir annarri og vernda arðránsaðstöðu sína, líkt og fyrr var getið. Eins og sjá má ættu þessi tvö sjónarmið andstöðunnar gegn hersetunni ekki að þurfa að rekast mikið á, því að þjóðernisstefna get- ur verið framfarasinnuð hjá smáþjóð, þótt hún sé háskaleg meðal stórþjóða. Samt er þess að gæta, að alþjóðahyggjumenn eru yfir- leitt að eigin sögn sósíalistar af margvísleg- um litbrigðum, en meðal þjóðernissinna mun drjúgur meirihluti ekki telja sig sósíalista, hvað sem þeir svo eru í eðli sínu. TYLLIRÖK HERNÁMSSINNA Auk þessara tveggja hópa vilja langflestir íslendingar síður hafa her í landi sínu, en býsna margir telja það þó af misskilningi og heilaþvotti vera illa nauðsyn. Þeir fáu, sem fyrir hvern mun vilja hafa hér erlendan her undir öllum kringumstæðum, eru þeir sem vilja græða á honum beint eða óbeint. En við slíkt „fólk" þýðir ekkert að tala. Því er ekkert heilagt nema peningar, en það er líka í vonlausum minnihluta — vonandi. Þessir hernámssinnar og málgögn þeirra nefna aldrei hinar raunverulegu ástæður sín- ar, en að þeim skal vikið hér á eftir. Margt hrekklaust og heiðarlegt fólk hefur hinsveg- ar orðið ginnkeypt fyrir tylliröksemdum þeirra, og það er svosem ekki að undra, því að máttur áróðursins er mikill, ekki sízt mátt- ur hins óbeina áróðurs. Hernámssinnar hafa lengstaf ráðið yfir voldugustu málgögnum landsins og ríkisfjölmiðlunum í þokkabót, þ. e. hljóðvarpi og sjónvarpi, en þar nýtur hinn óbeini áróður sín bezt. Obeinn áróður felst í því, að gengið er út frá tiltekinni stað- reynd sem sjálfsögðum hlut, þótt hann sé alls ekki sjálfsagður, og um þetta er talað með yfirbragði hlutleysis og hlutlægni. Þann- ig hefur verið talað um hersetuna og Nató- 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.