Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 17

Réttur - 01.04.1973, Page 17
ir í þeim löndum. Td. létu þeir stjórnina í Washington vita með a.m.k. dags fyrirvara um innrásina í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968. Frá þeim dögum má líka minnast smáatviks, sem sýnir þetta samspil og gagnkvæma virð- ingu stórveldanna í hnotskurn: Þegar Dubcek og aðrir leiðtogar Tékkósló- vakíu höfðu verið fluttir nauðugir til Moskvu og settir niður við „samningaborð”, þá fór þó allt kurteislega og formlega fram í fyrstu, og leikreglum fundarskapa var fylgt. Einn daginn kemur hraðboði með skeyti, sem lagt er á borðið fyrir Brésnéff. Eftir það tók Brésnéff að slá í borðið, segja Dubcek að halda kjafti, og nú var ekki lengur um neina samninga að ræða, heldur valdboð. Hvað stóð í skeytinu? Þessi fáu orð: Johnson for- seti er farinn til Texas. Brésnéff vissi auð- vitað, að það merkti örugglega grænt ljós, þegar Johnson var farinn frá Washington suður á búgarðinn sinn. Hitt er annað mál, að málgögn og málpíp- ur auðvaldsins hafa notað þetta og annað slíkt athæfi sovétstjórnarinnar sem á- tyllu til að fara hamförum gegn verkalýðs- hreyfingunni á Vesmrlöndum og slæva bar- áttu hennar, rétt eins og þetta væri allt henni að kenna. Manni hefur líka stundum virzt á Morgunblaðinu sem íslenzk alþýða bæri ábyrgð á verkum misvitringanna í Kreml. Það er því engin forsenda fyrir því, að Rússar kæmu til að hertaka Island, þótt bandaríska herstöðin hyrfi, því það væri eftir sem áður á umsömdu áhrifasvæði Bandaríkj- anna. Það er áreiðanlega tröllheimskulegt, sem Svíinn Ake Sparring heldur fram í áður- nefndu Samvinnuhefti (bls. 21), að brott- vísun Bandaríkjahers og hlutleysi Islands sé Sovétríkjunum mikið kappsmál. Oll rökfærsla Sparrings líkist reyndar mest refskák manns við sjálfan sig, þar sem allir taflmennirnir eru nátttröll, og væri full ástæða til að hafa enda- skipti á þessum ráðunauti ríkisstjórnarínnar, ef það væri ekki svona skelfing leiðinlegt við- fangsefni. Þvert á móti mun Rússum vera lítið í mun, að herstöðin hverfi héðan. Slíkt for- dæmi myndi verða þeim óþægilegt á fyrir- hugaðri Öryggisráðstefnu Evrópu, sem á að tryggja stórveldunum status quo. Það mundi verka sem þrýstingur á Sovétríkin til að rýma eitthvað af sínum herstöðvum. En á undir- búningsfundum að þessari ráðstefnu hafa tals- menn þeirra gætt þess vandlega, að ekki kæmu fram ályktanir og kröfur um brott- flutning herja eða niðurlagningu herstöðva. Bryddi einhverjir fulltrúar upp á slíkum til- lögum, eru þær jafnan látnar týnast í skrif- finnsku ráðstefnunnar eða stranda á forms- atriðum. Megináherzlu virðist eiga að leggja á gagnkvæm kynni forystumanna, aukin verzlunarviðskipti og menningarsamvinnu, sameiginlegar aðgerðir gegn mengun osfrv., en um fækkun í herliði verður eftir kokka- bókum stórveldanna helzt að ræða á sam- þjöppuðum iðnaðarsvæðum, þar sem eru at- vinnutæki dýrmætari en mannslíf. Herjun- um á svo að þjappa meira saman á jaðar- svæðum, og gæti Island hæglega orðið eitt þeirra. Það var því eins og snýtt úr úr nefi NATO, sem Lenoníd Brésnéff sagði á 24. þingi sovézka kommúnistaflokksins 30. marz 1971 (á afmælisdegi þess, er Islendingar voru marðir inn í Nató): „Við erum fylgjandi samdrætti herafla á þeim svæðum, þar sem hernaðarátök hafa SÉRSTAKA HÆTTU í för með sér og einkum í Mið-Evrópu."! KAFBÁTAR OG FRIÐLÝSING En nú er von að menn spyrji: Hvernig stendur þá á hinum auknu umsvifum sovézka flotans, „sem að því er virðist hefur myndað framvarnarlínu, sem teygir sig frá Grænlandi 81

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.