Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 23

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 23
var byggt upp gengdi þeim tilgangi að stemma stigu við framsókn þjóðfrelsisafla í nýlendum Asíu og Afríku og tryggja völd leppstjórna nýlenduherranna. Við skulum síðan athuga hvernig til hefur tekizt að varðveita forræðið á þennan hátt. Satt að segja rekur hver bresturinn annan í þessu forræðisneti. I því sambandi nægir að stikla á stóru og nefna örfá nöfn: Alvarlegasti og fyrsti bresturinn er sigur kínversku byltingarinnar, þegar fjórðungur mannkyns rýfur skarð sem að undanförnu hefur birzt hvað áþreifanlegast. Þá má nefna ósigra franská nýlenduveldisins í Indó-Kína og Alsír, flótta Breta frá hverju Afríkuríkinu á fætur öðru og nú síðast sjáum við fram á að sjálfur verndari gömlu nýlenduveldanna, Bandaríkin, sem þurft hafa að axla byrðarnar verða að láta undan síga: nægir í því sam- bandi að nefna Kúbu, Víetnam og nú síðast Chile, þar sem auðhringarnir verða að láta sér nægja að beita efnahagsþvingunum. Á hinn bóginn í Evrópu hefur gjörsamlega orðið að gefa upp drauminn um endurheimt landanna í Austurvegi. Afturhaldsöflin í heiminum urðu því að reka sig harkalega á og standa blóðug upp fyrir axlir áður en jxúm skildist að ekki dug- ar að berja höfðinu við steininn og neita að viðurkenna staðreyndir. Segja má að síðustu árin hafi Vestur-Evrópa staðið frammi fyrir því, annars vegar að segja áfram Nei, mót- mæla staðreyndum síðustu 20 ára og halda áfram að reyna að snúa hjóli sögunnar við, eða viðurkenna þann raunveruleika að j?au ráða ekki lengur, forræðið er fyrir bý og rétt sé að aðlaga sig hinu raunverulega ástandi. Aukin viðskipti Austurs og Vesturs, Ost-politik Brandts, Cannossaganga Nixons til Peking, viðurkenning Þýzka alþýðulýð- veldisins, allt eru jætta dæmi sem sýna að auðvald hinna gömlu forræðisríkja er að skynja hvað hefur gerzt, dagar kalda stríðs- ins eru taldir. Nú eru Natóríkin búin að stofna til víðtækra verzlunarsambanda við þau ríki sem samkvæmt gömlu kenningunni eru væntanlegur árásaraðili, Natosinnar reisa jafnvel bílaverksmiðjur í þeim ríkjum, verk- smiðjur sem yfirvofandi rússneskur árásar- aðili getur breytt í skriðdrekaframleiðslu. Og þó kippt hafi verið grundvellinum undan hugmyndinni um yfirvofandi árás úr austri, gæla hérlendir sérfræðingar enn við hernaðarspekúlasjónir í anda kalda stríðsins, jxS dæmin frá Tékkóslóvakíu og Grikklandi sýni að hættan fyrir smáríkin er mest innan hernaðarbandalaganna sjálfra. Þá er rétt að víkja nokkuð að efnahags- þróuninni í Vestur-Evrópu, og þá sérstaklega jæim nýju viðhorfum er við blasa með til- komu stækkaðs Efnahagsbandalags. Segja má að í upphafi hafi Jaessi mikla samsteypa auð- valdsríkjanna verið nátengd gælunni við for- ræði í heiminum og tilrauninni til að mæta eflingu sósíalískra ríkja í Evrópu, eins og Hallstein-kenningin bar vott um. Hins vegar kemur glögglega fram í dag, að stóriðjuhring- árnir og ríkisstjórnir Vestur-Evrópu hafa loks dregið lærdóma af því að innbyrðis sundrung og átök leiddu til glötunar á forræðisstöð- unni. Jafnframt má nú síðustu árin sjá við- leitni jæirra til að hindra það að þessi gömlu kjarnaríki yrðu gleypt af hinu volduga vest- urheimska fjármálaveldi en reyna í Jíess stað sameinuð að endurheimta eitthvað af sínu fyrra gildi í heimi alþjóðaviðskiptanna. Við- brögð Kína við EBE lýsa vel stöðu banda- lagsins, en Kína metur það sem ákjósanlegt mótvægi við útjænslu og áhrifum risaveld- anna tveggja. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa í huga að Jæssi samþjöppun hinna vold- ugu stóriðjusamsteypa býður heim geigvæn- legum hættum fyrir smáríki álfunnar annars vegar, og verkalýðshreyfingu Evrópu hins 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.