Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 25

Réttur - 01.04.1973, Page 25
annáll NOVU-BARDAGINN 1933 Fyrir 40 árum kom til einhverra hörðustu stéttarátaka, sem orðið hafa á Islandi utan Reykjavíkur. Það var Novu-bardaginn á Akureyri 14. marz 1933. Alþýðuflokkurinn hafði 1930 á 10. þingi A.S.I. neitað því tilboði Kommúnistaflokks- ins að báðir flokkarnir yrðu ásamt verka- lýðsfélögunum í A.S.I., en í staðinn ákveð- ið að enginn, nema Alþýðuflokksmaður, væri kjörgengur á Alþýðusambandsþing. Var síðan tekið að kljúfa þau verklýðsfélög þar sem kommúnistar voru í meirihluta. Það, sem gerðist á Akureyri, var í stuttu máli þetta: 12. febrúar. Stofnað klofningsfélag á Akureyri, nefnt „Verkalýðsfélag Akureyrar”, 1 því gætu verið bæði karlar og konur. Þannig átti að kljúfa bæði „Verkamanna- félag Akureyrar” og „Verkakvennafélagið Eininguna". Formaður: Erlingur Friðjónsson — Félagið tekið í A.S.I., en hin rekin. 17. febrúar. Mikill fundur í Verkamanna- félagi Akureyrar, 100 manns á fundi, mót- mælir klofningnum. Verkamannafélag Siglufjarðar stendur með Verkamannafélagi Akureyrar. Klofningsfélagið býðst til að vinna fyrir lægra kaup en kauptaxti Verkamannafélags Akureyrar ákvað við tunnusmíði, sem var aðalatvinnubótavinna á Akureyri að vetrin- um. Tunnuefni átti að koma með „Novu" frá Noregi. 89

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.