Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 30

Réttur - 01.04.1973, Side 30
Steingrimur Aðalsteinsson Þóroddur Guðmundsson Jón Rafnsson. um sigri verkamanna undir forustu komm- únista. Rétt er að hafa í huga að þegar þetta gerist hafa árið áður orðið hin sögulegu átök í baráttunni við atvinnuleysið í Reykja- vík 7. júlí og 9- nóvember, — að frumvarp- ið um ríkislögreglu, er geti haft afskipti af vinnudeilum, er um þetta leyti til umræðu og afgreiðslu á Alþingi, — og erlendis er nazisminn að festa völd sín í Þýzkalandi með ógnarkosningum 5. marz eftir ríkisþingsbrun- ann 27. febrúar. Sú staðreynd, að hinn róttæki verkalýður sýndi sig að vera svo sterkur að geta boðið hvítliðum, verkfallsbrjótum og klofnings- mönnum byrginn og borið sigur úr býtum í Novudeilunni og fleirum slíkum, er á eftir fóru næstu ár, hafði úrslitaáhrif á það að vinnulöggjöfin, er sett var 1938, varð ekki verri en hún var. Löggjöfin er tíðast spegil- mynd þess valds og valdahlutfallanna milli stéttanna í þjóðfélaginu hverju sinni. En sigurinn í Novudeilunni sýndi líka hver umskipti höfðu orðið í verklýðshreyfingunni á Akureyri undir forustu kommúnista. Arið 1923 hafði Alþýðuflokkurinn verið eins og undirtylla Framsóknar og þeir flokkar sam- einaðir beðið ósigur í þingkosningum fyrir Ihaldinu. En 1933 sigrar róttækur verkalýð- ur Akureyrar afturhaldið allt í verkfallsátök- um og í þingkosningunum 1933 og 1934 fær Kommúnistaflokkur Islands allt af 33% allra kjósenda á Akureyri með sér og er 1934 sterkari en Framsókn og Alþýðuflokkur til samans. Sjálfstæður verkalýður hafði sýnt hvert vald hans var. (Beztu frásagnir af Novudeilunni eru: Jón Rafnsson: Vor i verum (bls. 158—180) og Steingrimur Aðalsteinsson: Novudeilan á Akureyri (,,Vinnan" 1946, bls. 226—30).

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.