Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 32

Réttur - 01.04.1973, Side 32
hann var þá fulltrúi ESSO (Standard Oil). Hann gerði mjög gróðavænlegan samning við grísku stjórnina. Pappas var kunnari Bendaríkjamönnum en okkur Grikkjum. Hann var fjármálastjóri Eisenhowers í kosningunum 1956. Arið 1968 lýsti hann því yfir í blaðaviðtali í Grikk- landi að hann væri stoltur af að vera í CIA. 1968 flaug hann til Miami til að vera með í að útnefna Agnew sem varaforsetiefni, hann hafði stutt kosningaherferð Nixons vel pen- ingalega. Tom Pappas kom ekki einn. Onassis, Niarchos, Pechinay voru þarna líka. Alþjóð- legir auðhringar gerðu innrás í Grikkland. Bandaríkjamenn voru mjög athafnasamir í fjárfestingunni. Þegar ég var í stjórn höfð- um við samið við ESSO — Pappas, fram- lengt samning hans til sex mánaða með held- ur betri kjörum fyrir Grikkland. En daglega að heita má var hringt frá ameríska sendiráð- inu til þess að reyna að fá okkur til að „vera betri" við Pappas. Hann fór síðar í „betri business". Hann er nú hjá Standard Oil. Pappas er nú miklu voldugri en hann var þá. Hann hefur einkaréttindi í Grikk- landi á mörgum sviðum, yfir afurðum allt frá olíuiðnaðarvörum til stáls og matvara. Og hann færði Grikklandi hið ameríska tákn: Coca-Cola. A sjöunda áratugnum skipuleggja Banda- ríkin það sem teknokratar hersins kalla „fyrir- byggjandi gagn-uppreisn": Það að láta inn- lenda menn gera skyndibyltingu, til þess að hindra hugsanlega vinstri valdatöku. Sagt er að fimmtán slíkar aðgerðir hafi verið gerðar víðsvegar um heim á þeim áratug og allar tekizt. Pentagon getur gagnvart Bandaríkja- mönnum alltaf látið líta svo út sem hér sé um innlencla atburði að ræða — og Banda- ríkin verði bara að gera sínar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni sína hvað öryggi snertir. 96 Valdaránið 21. apríl 1 c)6l í Grikklandi var framið af fimm ungum liðsforingjum með aðstoð hérumbil 150 ungra liðsforingja. Þrír þessara fimm voru í „upplýsingaþjónustu" Grikklands. Papadopoulos var sambands- maðurinn milli gríska CIA og ameríska CIA. Eftir því sem ég bezt veit er hann fyrsti CIA- njósnarinn sem verður forsætisráðherra í Evrópu. Hinir tveir, Roufogalis og Makarez- os, voru háttsettir liðsforingjar í gríska CIA. Sá fjórði, Hadjipetrou, var grískur liðsforingi, yfirmaður í eldflaugastöð Bandaríkjanna og Atlanzhafsbandalagsins á Krít. Eins og ég hef áður sagt er gríska CIA raunverulega bandarískt. Það er því að deila um keisarans skegg hvort valdaránið hafi verið grískt eða bandarískt. En síðan höfum við komizt að því að forustuna fyrir grísku svart-grænu sveitunum („berets"), sem frömdu valdaránið hafði hópur af amerískum CIA-liðsforingjum í grískum einkennisbún- ingum. Grískur liðsforingi, sem skildi við her- foringjaklíkuna, sagði frá því. Þessir menn framkvæmdu valdaránið eftir einni áætlun Atlanzhafsbandalagsins, er gekk undir nafninu Promeþeus. Aætlunin var á tölvu-stálbandi, útbúnu í Washington og endurskoðuð þar í febrúar 1967. Þar voru nöfn allra þeirra manna, er fangelsa skyldi, svo og þeirra liðsforingja, er skyldu fangelsa þá. Akvörðunin um valdaránið var tekin af undirnefnd öryggisráðs Bandaríkjanna í fe- brúar 1967. Fundi nefndarinnar stýrði W. W. Rostow, hagfræðingur. Gríska herforingjastjórnin er ógnarstjórn. Þegar hún var rekin úr Evrópuráðinu í apríl 1970 var það m.a. á grundvelli 200 tilfella um pindingar, er beitt hafði verið. Er það þó aðeins lítill hluti allra pindinga, er stjórn- in hefur látið beita. En gríska þjóðin sýnir andspyrnu sína gegn einræðinu á ýmsan hátt. j

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.