Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 33

Réttur - 01.04.1973, Síða 33
Til að byrja með voru Evrópumenn hrelld- ir út af valdaráninu í Grikklandi. En brátt áttuðu þeir sig á því hve ákveðin Bandaríkja- stjórn var í því að halda herforingjaklíkunni við völd. Rogers utanríkisráðherra flaug til Evrópulanda í desember 1969 til þess að reyna að telja ríkisstjórnir Yestur-Evrópu á að reka ekki Grikkland úr Evrópuráðinu. Þá skildu Evrópumenn að valdaránið var Penta- gon-fyrirtæki, framið til að þjóna amerískum hagsmunum, hernaðarlegum og efnahagsleg- um. En í stað þess að rísa upp og segja, minnugir 25 miljóna manna, er féllu í stríði við fasismann: „Við viljum ekki fasisma í Vestur-Evrópu á ný, — þá gáfust þeir upp. Tillitið til Bandaríkjanna var of þungt á met- unum. Til hvers eru Bandaríkin að taka Grikk- land? Rök manns eins og Arthur Schlesinger eru alveg herfræðileg. Þau eru í ætt við kalda stríðið, hugsað út frá heimsmynd Pentagon: Grikkland sé mikilvægt fyrir hernaðaraðgerð- ir Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Því má landið ekki vera undirorpið þeirri hættu að breytingar verði í stjórnmálum. Fyrst það er of áhættusamt að láta grísku þjóðina á- kveða sjálfa hvort hún vilji hafa tólf amerísk- ar herstöðvar í landi sínu, þá verður lýð- ræðið í Grikklandi að deyja. En þá kemur einföld spurning: Hvað kem- ur til að Bandaríkin hlutast til um Mið-Aust- urlönd svo fjarri þeirra ströndum? Svarið er: olía. Það er einnig annað atriði: Það er verið að gera Grikkland að nýlendu — og það með skjótum hætti. Það er aðeins eitt orð til að lýsa því, sem gerist í Grikklandi í dag. Það orð er: nauðgun: Nokkur fyrirtæki ráða öllu, sem vert er að ráða. Misskipting tekna vex. Grikkir flýja land sitt, 110 þúsund rnanns á ári, til jsess að verða ódýrt vinnuafl í löndum eins og Þýzkalandi. En Grikkland er meira en herstöð og ný- lenda. Það er æfingastöð fyrir „fyrirbyggjandi gagn-uppreisnir”! Liðsforingjarnir, sem steyptu Sihanouk fursta í Cambodíu, voru æðir í Grikklandi af sérfræðingum þar. Þeir Uganda-menn, er steyptu stjórninni þar, fengu tilsögn sína í Grikklandi. Og ítalskur ráðherra sagði mér að nú stjórnaði CIA ekki lengur nýfasistiskum hálfgildings-hersveitum MSI (Movimento Sociale Italiano). Grikkir hefðu tekið við. Ég tala við ykkur í kvöld sem leiðtogi PAK — grísku frelsishreyfingarinnar. Við höldum frelsisbaráttunni áfram unz Grikk- land verður frjálst. Við munum ekki, eftir að ná sjálfstæði á ný, ganga í Nato eða Var- sjárbandalagið. Hugsjón okkar er að reisa sósíalistískt þjóðfélag, þar sem mannréttindi séu í heiðri höfð og hver þegna eigi þess kost að taka sjálfur þátt í að ákveða örlög sín í aðalatriðum. 97

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.