Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 34

Réttur - 01.04.1973, Page 34
Einar Olgeirsson Mannréttindaskrá alþýðu — stjórnarskráin 1974 Það er ekki aðeins ellefu hundruð ára afmæli islandsbyggðar árið 1974, heldur og hundrað ára afmæli stjórnarskrár, sem danskur kóngur „gaf" 1874. Og það mætti gjarnan minnast hennar á þann hátt að breyta henni svo að ekki yrði eftir I henni eitt einasta atriði af þeim greinum er minna á vesaldóm og armæðu fyrri alds og réttleysi almennings þá. Það væri vissulega ástæða til að festa I nýrri og endurþættri stjórnarskrá á næsta ári þau mann- réttindi, sem islenzk alþýða hefur áunnið sér i harði lífs- og stétta-baráttu á heilli öld og enn betra væri að bæta þar við nýjum lýðréttindum, sem hún veitti sjálfri sér til frambúðar. Með þvi að binda slikt i stjórnarskrá — og nota til þess tækifærið, þá alþýða ræður nokkru — tryggir hún sér að hún verði eigi svift þeim réttindum að henni forspurðri. ENDURSKOÐUN EFTIR 1944 Frá þvi stjórnarskráiri 1874 gekk i gildi hafa þær breytingar, sem á henni voru gerðar, fyrst og fremst snert sjálfa stjórnskipun landsins, síðast 1944 breytinguna úr konungsríki i lýðveldi, og alveg sérstaklega kosningaréttinn og kjördæmaskipunina. Það hefur ekki vantað að fyrirhugaðar voru frekari breytingar eftir að lýðveldisstjórnarskráin gekk í gildi og var beinlínis svo fyrirmælt er hin

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.