Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 43

Réttur - 01.04.1973, Page 43
endur: Steinþór Guðmundsson og Einar Ol- geirsson. Athugasemdir Karls Marx við Gotha- stefnuskrána 1873. Sérprentun úr „Rétti”. Gefið út að tilhlután Jafnaðarmannafélagsins „Spörtu”. Akureyri 1928. Þýðandi: Brynjólf- ur Bjarnason. Launavinna og auSmagn eftir Karl Aíarx. Með formála eftir Friedrich Engels. Birtist sem 2. hefti Réttar 1931 og var sérprentað. Akureyri 1931. Þýðendur: Arsæll Sigurðsson og Hjalti Árna5on. Friedrich Engels: Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins. I tengslum við rannsóknir L. H. Morgans. Reykjavík 1951. Þýðandi: Ásgeir Blöndal Magnússon. Allar voru þessar þýðingar nú endurskoð- aðar og margt af ritum þeirra brautryðjend- anna bættist við í íslenzkri þýðingu í fyrsta sinn. Eintakafjöldi þessarar úrvalsútgáfu mun hafa verið um 1500. V. Fjórða íslenzka útgáfan af Kommúnista- ávarpinu kom svo 1972 hjá Máli og menn- ingu. Var formáli Sverrir nú prentaður með þýðingu hans. Eintakafjöldi var 2500. Hefur Kommúnistaávarpið þá komið út í yfir 10.000 eintökum á Islandi alls þessi 50 ár. ☆ o ☆ Þegar ég kom ungur stúdent til Berlínar 1921 hélt einn þekktasti prófessor háskólans, Werner Sombart, þar fyrirlestur um Marx f Karl Marx ungur. og marxismann. Svo gerðu og fleiri háskóla- kennarar, sumir kommúnistar. En Sombart, einn kunnasti hagfræðingur Þjóðverja þá, var íhaldsmaður, þýzkur þjóðernissinni. Hann ritar um Kommúnistaávarpið í bók sinni „Sozialismus und soziale Bewegung" eftirfar- andi: „Kommúnistaávarpið er skrifað af töfrandi funa. Hugmyndaauður þess er nánast furðu- legur, ekki sízt þegar þess er gætt að höf- undarnir voru ungir menn, á þrítugsaldri. Ályktanir þeirra eru sprottnar af skygnu 107

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.