Réttur


Réttur - 01.04.1973, Page 45

Réttur - 01.04.1973, Page 45
t-ríedrich Engols Þróun r? «&• Draumaýn verður N að vfolndum £ Engels á unga aldri. Kápusíða á „Þróun jafnaðarstefnunnar." í aukana nú við háskóla Evrópu og hve víða hann er viðurkenndur sem sjálfsögð kennslu- grein og fjöldi marxista eru háskólakennarar, einkum í þjóðfélagsfræði, hagfræði og sögu. Þá eru áhrif marxistiskra stúdenta — að vísu af ýmsum „sauðahúsum'1 — orðin mjög sterk við háskóla erlendis, eigi aðeins á Norð- urlöndum, Frakklandi og víðar, heldur m.a.s. í Vestur-Þýzkalandi þar sem marxistar ráða stúdentaráðum í flestum háskólum landsins, sem alls eru 67, og hafa bein áhrif á sjálfa kennsluna í 28 háskólum. Hið kunna banda- ríska tímarit „Time" fjallar alveg sérstaklega um það, sem það kallar „endurreisn" marx- ismans í 7. maí hefti sínu í ár. Ovíða í borgaralegum lýðræðislöndum hefur ríkt eins sótsvart afturhald á „hærri stöðum" gagnvart marxismanum og á Islandi. Hjátrúin á heilagar kýr heildsalavaldsins og hindurvitni „frjálsa kapítalismans" hafa riðið hér húsum sem draugar á miðöldum. Samfara þessari kerfisbundnu innrætingu á bábiljum „frjálsrar verzlunar" á tímabili hins drottn- andi hringavalds, hefur svo farið sú andlega niðurlæging þjóðarinnar, sem birtist nú hjá stórum hluta hennar í ofstækistrú á Atlanz- hafsbandalaginu og undirlægjuhætti gagnvart erlendum herstöðvum á íslandi. Það er því vissulega tími til kominn að vís- indakenningar marxismans fái að skipa það rúm í íslenzku menningar- og stjórnmálalífi, / sem þeim ber og Island þarfnast. Áhugi æskunnar í þessum efnum gefur vonir um að svo verði brátt. E. O. 109

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.