Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 47

Réttur - 01.04.1973, Side 47
Birgitta Ulfsson og Lasse Mártensson. er minnisstæðust. Anna Dal kemur alla leið til Svíþjóðar til að fá að tala við einhvern af þessum vitru herrum, sem svo oft eru í sjón- varpinu og vita lausn allra mála. Hún vill fá svar við ýmsum spurningum: Hvers vegna þurfa finnsku konurnar að nota saumavélar, sem þær sænsku neita að vinna við? Hvers vegna fá þær finnsku aðeins 5:50 mk á tím- ann meðan saumakona í verksmiðju í Sví- þjóð fær 11:25 mk á tímann? En það sem Onnu Dal verður aðalumhugsunarefni, hvernig á hún að svara spurningum, sem hljóta að koma frá þeim yngri seinna meir. Hvernig gátuð þið sætt ykkur við þetta, vor- uð þið svona heimskar? Þegar sýningu er lokið við afbragðs und- irtektir áhorfenda, segir Birgitta Ulfsson, að viðtökurnar hljóti að tákna að sýningin hafi átt erindi til Islands og við þurfum að fara heim og tala um hlutina og reyna að vinna að endurbótum og framförum. Það er heldur ekki laust við að breytinga sé þörf. Hvenær má vænta þess að starfsaldur og reynsla sé reiknuð konu til tekna en ekki öfugt. Hvenær má vænta þess að konan svipti hinni rómantísku, rósrauðu blæju frá augum sínum og hún öðlist sjálfstæði og sjálfsöryggi til jafns við karlmanninn? Yið þekkjum misrétti og mismunun á vinnu- markaðnum af ótal skýrslum, en hvað stoðar það, þegar engu er breytt í raun? ú. E. 111

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.