Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 51

Réttur - 01.04.1973, Síða 51
— hver veit nema þar blasi við þeim yfirskriftin: République chinoise Liberté, Egalité, Fraternité11.* Og þeir Marx og Engeis álitu síður en svo að alstaðar yrði sósíalisminn eins, sniðinn að einni og sannri fyrirmynd. Þeir segja i þessari sömu máls- grein: „Kínverski sósíalisminn getur hinsvegar vissu- lega orðið eins frábrugðinn sósialisma Evrópu eins og kínversk heimspeki er ólík heimspeki Hegels." Það var Ijóst að hugur þeirra stóð opinn hinum ýmsu „afbrigðum" sósialismans og aðskiljanlegum leiðum til hans. Eitt af því sem þeir leiddu þá hugann að voru tengsl bændabyltingar við verkiýðsbyltinguna, — einmitt þau tengsl, sem síðar höfðu úrslitaáhrif i rússnesku byltingunni og yfirgnæfðu í þeirri kín- versku og móta þar margt hið merkilegasta í nýj- ungum Mao-Tse-Tungs í marxismanum. Karl Marx segir I bréfi til Engels 16. apríl 1856, er hann ræðir um framtíðarmöguleika verklýðs- byltingarinnar í Þýzkalandi: „öll málalok í Þýzkalandi eru undir því komin, að unt sé að styðja verklýðsbyltinguna með eins- konar nýju bændastríði11.** Og í útgáfunni frá 1852 af „Átjánda brumaire Lúðviks Bónaparte" talar Marx einmitt um hugsan- lega uppreisn vonsvikinna smábænda og segir að með henni fái „verklýðsbyltingin þann kór, sem hún þarfnist, þvi elia verði einsöngur hennar hjá öllum bændaþjóðum hennar útfararljóð".*** * Þ.e. : Kínverska lýðveldið — frelsi, jafnrétti, bræðralag. ** Þýzku og ensku var oft blandað mjög saman í einkabréfum þeirra vinanna: Þessi setning er svo: „The whole thing in Germany wird abhángen von der Möglichkeit, to back the Proletarian revolution by some second edition of the Peasants' war". *** Setningarhlutinn hljóðar svo á þýzku: „erhált die proletarische Revolution das Chor, ohne das ihr Sologesang in allen Bauernnationen zum Sterbe- lied wird." Þessa setningu er ekki að finna í isl. útgáfunni af þessu riti Marx, því þar er stuðst við útgáfuna frá 1869, en þar sleppti Marx þessu nið- urlagi. Allar athuganir á skrifum þeirra Marx og Engels sýna hve vel þeirra heiði hugur var opinn fyrir breytingum, sem urðu á aðstæðum og hvernig breyta yrði baráttutækni alþýðu I samræmi við það. Hugur þeirra frýs aldrei fastur í formum, sem eitt sinn voru rétt. Þeir, sem kenna sig við þá nú á tímum mega enn margt af þeim læra í þeim efnum og ekki siður, ef þeir kenna sig þar að auki við þá Lenín eða Mao-Tse-Tung, þá braut-, ryðjendur sem af mikilli snilli og sjálfstæði hugans þróuðu kenningar marxismans áfram í samræmi við tíma sína og þróunarstig landa sinna og að- stæður þær, er þá urðu til. Sósíalistar Vestur-Evrópu eiga enn mikið ógert í þeim efnum hvað þeirra landsvæði og okkar tima snertir. 115

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.