Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 54

Réttur - 01.04.1973, Síða 54
CONNOLLY OG UPPREISNIN 1916 Einn helzti samtímamaður Lenins á því sviði að heimfæra marxismann á þjóðfrelsishreyfinguna var Iri, James Connolly (1868—1916). Hann var fram- úrskarandi byltingarforingi og minning hans á skilið meiri viðurkenningu í alþjóðahreyfingu verkalýðs- ins og reyndar Irlandi sjálfu en raun ber vitni. Enda þótt hann sé viðurkenndur þar sem þjóðhetja Ira og faðir lýðveldisins er ekki haft hátt um kenn- ingar hans og skoðanir. En Connolly mun aldrei gleymast vegna þáttar hans í páskauppreisninni í Dublin 1916. Hann var i fararbroddi írska borgara- hersins (sósíalisk hernaðarsamtök verkalýðsins, upphaflega komið á fót til að vernda verkfallsmenn fyrir ofsóknum atvinnurekenda og rikisvalds) sem hafði sameinast írska lýðveldishernum (IRA). Þessi byltingarher tók á sitt vald aðalpósthús Dublinar við aðalgötu borgarinnar og lýsti yfir stofnun írsks lýðveldis sem fullvalda og óháð ríki. Þessi uppreisn var ári á undan rússnesku bylt- ingunni. Hún var brotin á bak aftur með ofurefli liðs af mikilli hörku og grimmd. Leiðtogar byltingarinn- ar sem neyddir voru til uppgjafar voru teknir af lifi í hópum. I bardaganum særðist Connolly hættu- lega. Hann var fluttur á sjúkrabörum til aftökunnar, settur á stól og skotinn. Þáttur Connollys í frelsisuppreisninni naut yfir- leitt lítillar viðurkenningar hjá félögum hans I verka- lýðs- og sósíalistahreyfingunni utan Irlands, og hann sá það fyrir. „Þeir munu aldrei skilja hvers vegna ég er hér", sagði hann við dóttur sína í fangelsinu tveim dögum fyrir aftökuna, „þeir gleyma því allir að ég er Iri." BRETAR LÁTA UNDAN SÍGA Enda þótt uppreisnin 1916 mistækist kom hún af stað nýrri andófsöldu sem gerði það að Irlandi varð ekki lengur stjórnað á sama hátt og áður. Brezka valdastéttin gerði það sem hún gat til að halda taumunum eins og áður en neyddist til að láta Irum í té sjálfstjórn í nokkrum mæli. Lofað var „irsku friríki innan Brezka samveldisins" og ágreiningurinn um hvort ganga ætti að þvi leiddi til harðvítugrar borgarastyrjaldar. Verra var þó hitt að Bretar bútuðu sundur írsku þjóðina. Alið var á trúarbragðaofstæki í norður- héruðum Ulster, en þar voru innfluttir mótmælend- ur í meirihluta frá fornu fari. Þeim var sagt að trúarbragðakúgun biði þeirra i alírsku lýðveldi. (Hafði ekki við neitt að styðjast, enda var fyrsti forseti lýðveldisins mótmælandi, dr. Douglas Hyde). Með þeim fyrirslætti að Bretar væru að halda í heiðri grundvallaratriði sjálfsákvörðunarréttarins voru sex af niu greifadæmum (counties) héraðsins Ulster innlimuð i Brezka konungsríkið. Til þess að tryggja meirihluta mótmælenda voru þrjú greifa- dæmi skilin eftir þar sem kaþólskir voru í meiri- hluta. Þrátt fyrir þetta undanhald Breta frá beinum yfir- ráðum yfir öllu Irlandi héldu brezkir heimsvalda- sinnar beinni yfirstjórn yfir helztu iðnaðarsvæðun- um á Norðurírlandi með þessari sundurlimun, og ofurseldu kaþólska minnihlutann þar ofstækisfullri og afturhaldssamri ofbeldisstjórn mótmælenda, sem á vart sinn líka. Og hvernig er svo umhorfs sunnan landamær- anna, i hinum tuttugu og sex greifadæmum Irlands? Því miður, Irska lýðveldið hefur orðið dæmigert fyrir nýkoloníalisma. Árið 1897 spáði James Connolly: „Ef þið látið enska herinn fara á morgun og dragið græna fánann að hún á Dublin kastala, án þess að tryggja sósíalískt skipulag lýðveldisins, þá verða fórnir ykkar tilgangslausar. England mun stjórna ykkur áfram. Það mun stjórna ykkur með auðmagni sínu, landeignum og fjármálamönnum, í gegnum verzlunarkerfið og aðrar stofnanir sem þeir hafa komið fyrir í landinu." Þessi ömurlega spá hefur að miklu leyti rætzt. Þótt Kommúnistaflokkur irlands og Irski lýðveldis- herinn hafi að verulegu leyti sömu viðhorf þá er landið í höndum borgaralegra stjórnmálamanna sem halda því i viðjum brezkrar og vesturevrópskrar heimsvaldastefnu. Það er talið, að allt að því tveir þriðju hlutar írskrar verzlunar og atvinnulifs, land og fjármagn sé í höndum útlendinga; og síðasta töfralyf írsku kapítalistanna, inngangan í Efnahags- bandalag Evrópu, hlýtur að auka en ekki minnka þetta ófrelsi. BORGARALEG RÉTTINDI OG BORGARASTYRJÖLD Núverandi kreppa á Norðurírlandi er að verulegu leyti afleiðing öflugs frumkvæðis CRA (samtök um borgaraleg réttindi stofnuð 1968). CRA er breið samfylking kaþólskra og mótmælenda með öflug- um stuðningi byltingarsinnaðra verkamanna. Fram- 116

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.