Réttur


Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 60

Réttur - 01.04.1973, Blaðsíða 60
urðu þess valdandi að greiðslujöfnuður þeirra varð mjög óhagstæður. Allt frá árinu 1949, að undanskildu árinu 1957, varð greiðslujöfnuðurinn óhagstæður, t.d. um 9,8 miljarða dollara árið 1970, um 29,8 miljarða árið 1971 og 9,2 miljarða á s.l. ári. Nú er talið að utan Bandaríkjanna séu á milli 140 og 150 miljarðar dollara þar af séu um 60 miljarðar í eigu erlendra seðlabanka og stjórn- valda (The Banker — september 1972), en um 82 miljarðar s.k. Eurodollarar séu eign viðskipta- banka, einstaklinga og fjölþjóðafyrirtækja (The Banker — desember 1972). Eurodollarar eru ekki dollaraseðlar heldur inn- stæður á reikningum í erlendum bönkum, sér- staklega í Evrópu. Þessar eignir I Eurodollurum hafa vaxið mjög á undanförnum árum, að hluta til vegna greiðsluhalla Bandarikjanna. Eurodollaramarkaðurinn er sjálfstæður markaður, þar eiga sér stað mikil viðskipti, innlán og útlán. Dollarar þessir leika lausum hala, ef svo mætti segja. Engin opinber stjórnmöld hafa tök á þeim og er þeim því greið leið í milli hinna ýmsu ríkja. Eigendur Eurodollaranna hafa átt drýgstan þátt- inn í þeirri spákaupmennsku á gjaldeyrismörkuð- um, sem svo mjög hefur borið á á undanförnum árum. Eign í dollurum samsvarar að sjálfsögðu skuld bandaríska seðlabankans. Hann hefur gefið út dollaraseðla eða skapað grundvöll að myndun inn- stæðna í dollurum erlendis. Þessir dollarar voru skuldaviðurkenning bankans. Því er það að eigendur dollara í öðrum löndum hafa raunverulega fjármagnað Bandaríkin til um- svifa þeirra í öðrum ríkjum. Þessari hlið málsins hefur ekki verið gefinn nógur gaumur. Bandarikin háðu styrjöld sína í Viet-Nam og bandarískir aðilar eignuðust fyrirtæki í öðrum löndum fyrir fé, sem þeir að verulegu leyti fengu að láni frá umheiminum. „Útflutningur" dollaranna var á fyrstu árunum eftir lok styrjaldarinnar vel þeginn af þeim, sem fluttu þá inn. Því dollarinn var, eins og áður segir, ígildi gulls á þeim tíma. Til hans var borið full- komið traust, ekki sízt vegna þess að hann var skiptanlegur gegn gulli i fastákveðnu hlutfalli. Á fyrstu árum sjötta áratugsins varð á þessu breyting. Fyrst og fremst af tveim ástæðum. Hin hömlulausa „sköpun" á dollurum rýrði í sí- fellu kaupmátt þessa gjaldmiðils. I annan stað varð Ijóst að dollarainnstreymið ýtti mjög á verðbólgu í viðkomandi löndum. Þegar seðlabankar þessara landa innleystu dollarana i eigin gjaldmiðlum reyndist þeim um megn að hafa hemil á efnahagsþróuninni heima fyrir. Hér áður fyrr var það svo, að verðbólga I góð- æri var ef svo mætti segja jöfnuð með verðhjöðnun þegar miður gekk i efnahagslífi þjóðanna. Nú er þessu öðru visi farið. Á undanförnum tveim þremur áratugum hefur verðbólgan verið sífelld og farið sivaxandi um allan hinn kapítalíska heim. Dollaratilfærslurnar eru ein meginástæðan fyrir þeirri þróun. • Margir þeirra, sem stóðu að gerð samkomulags- ins i Bretton Woods, töldu að með því hefði feng- izt skipan gjaldeyrismála, sem duga myndi til fram- búðar. Sú varð ekki raunin og kom aðallega tvennt til: I fyrsta lagi var kerfinu ekki breytt í samræmi við þau stórfelldu umskipti, sem urðu í heiminum á undanförnum tveim—þrem áratugum, umskipti bæði á efnahags- og stjórnmálasviðinu. Sem dæmi má nefna hinn mikla og um leið misjafna viðgang iðnaðarrikjanna, óhemju aukningu milliríkja-við- skipta, myndun Efnahagsbandalagsins, fjölgun sjálfstæðra ríkja, en í dag eru þau þrefalt fleirl en i lok styrjaldarinnar, og margt fleira mætti nefna. I öðru lagi misnotuðu Bandaríkin mjög þá sér- stöðu, sem þau öðluðust með samkomulaginu I Bretton Woods þar sem dollarinn hlaut sinn sér- staka sess. Bandarísk stjórnarvöld „sköpuðu" doll- ara með það fyrir augum að geta haft mikil um- svif I öðrum löndum heims, eins og áður er getið. Þótt dollarinn að forminu til héldi gildi sinu gagn- vart gulli, 35 dollarar gegn einni únsu af skíru gulli, allt fram til ársins 1971, þá olli hin látlausa og síaukna „sköpun" hans því, að gengi hans, raunverulegt gildi hans rýrnaði I sífellu. Dollarinn varð ofmetinn gjaldmiðill. Hið skráða gengi hans var hærra en efni stóðu til. Hvorugt af þessu tvennu kom að sök á fyrsta áratugnum eftir lok styrjaldarinnar, styrjaldaraðil- arnir I Vestur-Evrópu og Japan voru að reisa sig úr kútnum. En strax á öðrum áratugnum fór að koma I Ijós ósamræmi á milli gjaldmiðilskerfisins annars- 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.