Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 65

Réttur - 01.04.1973, Side 65
Nixon þóttist gerast stjórnskörungur raun- sæisins 1972 er hann friðmæltist við Kína og Sovétríkin, en sparkaði um leið í lepp sinn á Formósu og móðgaði Japan, sem svaraði með tafarlausri viðurkenningu Kína. Og nú á árið 1973 að verða Evrópuár Bandaríkjanna og Kissinger er látinn boða nýtt „Atlanzhafsbandalag" helzt með Japan! Innihald boðskaparins er að fyrst Bandaríkin geti ekki lengur verið „lögregluþjónn" heims- ins, þá skuli nú endurreist (vesmr)-Evrópa taka á sig kostnað af því, — og ekki ein- skorða sig við eigin hagsmuni! En líklega er auðmannastétmm Vestur-Evrópu ljósara en valdaklíku Bandaríkjanna að það er þeim ofvaxið eins og heimurinn nú hefur þróazt að taka að sér slíkt hlutverk og hvað pen- inginn snertir, þá eru þær alls ekki reiðubún- ar til að borga fyrir Bandaríkin. Og Banda- ríkjastjórn verður ekki auðvelt að telja þær á það. Ritstjóri „Spiegels", Rudolf Augstein, hittir naglann á höfuðið er hann segir: „Þegar öllu er á botninn hvolft þá vantar þá Nixon og Kissinger i þeim viðrœðum höf- uðrök sín: þeir geta hvorki beitt tundurdufl- unum né sþrengjnnum við Evrópumenn.” TIM BUCK Nýlega er látinn í Kanada Tim Buck, for- maður Kommúnistaflokks Kanada, 82 ára að aldri. Með honum hverfur af sjónarsvið- inu enn einn af þeirri kynslóð, sem ruddi róttækri verklýðshreyfingu braut og lifði stærsm sigra hennar. Hann var samtímamað- ur og vinur manna eins og Dimitroffs, Harry Pollits, Thálmanns og fleiri forustumanna Alþjóðíisambands kommúnista og átti með þeim sæti í forustu þeirra samtaka. Tim Buck. Tim Buck var fæddur í Englandi 1891, fór kornungur að vinna og gerðist mikill stuðningsmaður enskra róttækra verklýðs- foringja eins og Keir Hardie og Tom Mann. Eftir að hann fluttist til Kanada 1910 varð hann brátt leiðtogi í verklýðsfélögum og var 1917 með í stofnun Ontario Verka- mannaflokksins, sem 1919 fékk 11 þing- sæti á þingi Ontario-fylkis. Arið 1921 var hann stofnandi hins kommúnistiska flokks Kanada, sem þó bar ekki nafnið Kommún- istaflokkur Kanada fyrr en 1924 og varð síðar um tíma að breyta um nafn sakir of- sókna. Tim Buck var aðalritari flokksins 1929 til 1960, en formaður síðan, sem er einskonar heiðurstitill hjá þeim. Tim Buck var sístarfandi baráttumaður jafnt á faglega sem pólitíska sviðinu og fékk einnig að kenna á hverskonar ofsóknum og fangelsisdvöl fyrir baráttu sína. Svo rammt var afturhaldið og ofstækisfullt í Kanada 1930 að Tim var þá fangelsaður fyrir að 129 L

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.