Réttur


Réttur - 01.04.1973, Síða 68

Réttur - 01.04.1973, Síða 68
sem lengst er til hægri, öfgaflokkur mikill, fékk 60%. AKEL styður Makaríos erkibiskup í sjálf- stæðisbaráttu hans. Samband AKEL við kommúnistaflokka heims er mjög gott. CHILE Þingkosningarnar í Chile 4. marz urðu sigur fyrir Allende og samfylkingu sósíalist- isku flokkanna. Þeir fengu 43.39% allra at- kvæða, hafa nú 63 þingsæti í fulltrúadeild- inni (áður 56) og 20 í öldungaráði (áður 18). Kommúnistaflokkurinn hefur 9 þing- menn í öldungadeild, 25 í fulltrúadeild. Sósí- alistaflokkurinn hefur tvöfalt fleiri sæti í fulltrúadeildinni en áður (28). Afturhaldið beið mikinn ósigur í Chile. Samtylkingin fékk 7 % fleiri atkvæði en 1970 í forsetakosningunum. Jafnvel „New York Times" viðurkennir sigur Allende og telur „marxistastjórn hans" hafa unnið mik- inn sigur. MIR, sem telur sig mjög byltingarsinnaðan flokk og gagnrýnir stjórn Allende frá vinstri, skoraði á fylgjendur sína að kjósa með sam- fvlkingu Allendes í kosningunum á inóti aft- urhaldinu. PARTSALIDIS „Réttur" hefur áður sagt frá dóminum yfir þessari grísku frelsishetju. Nú skulu æviatriði hans rakin nokkru nánar. Þau eru lærdóms- rík um hetjulega baráttu og sorgleik í lífi kommúnistaleiðtoga. Partsalidis var varpað í fangelsi 1936 eftir valdatöku fasistanna undir forustu Metaxes. Var hann í dýflissunni unz stríðið hófst. Var hann þá laus og varð brátt höfuðleiðtogi grísku þjóðfrelsishreyfingarinnar (EAM), sem hafði frelsað Grikkland undan oki naz- ista áður en brezki herinn kom í stríðslok. Eftir að brezki herinn var kominn inn í land- ið, stóð nú gríska þjóðfrelsishreyfingin frammi fyrir þeim vanda, hvort hún skyldi berjast fyrir frelsi föðurlands síns með vopn í hönd eða sætta sig við ítök og máske yfir- ráð Breta. Brezki innrásarherinn ýtti undir „hvítar" ógnaraðgerðir gegn kommúnistum. Þegar þjóðfrelsisfylkingin, sem var undir stjórn þeirra, greip því til vopna, varð Partsa- lidis forsætisráðherra jxúrrar stjórnar, er hún myndaði í fjöllunum. 1949 biðu þeir ósigur og héldu til sósíalistísku landanna. Þar var hann til 1967, stundum í fangelsi, því deilur um hvað rétt hefði verið að gera urðu mjög harðvítugar meðal grísku útlaganna. Kona Partsalidis hafði þá hinsvegar farið til Grikk- lands til þess að reyna að efla baráttuna þar, en lent í fangelsi og þar hafði hún setið í 16 ár, þegar herforingjarnir frömdu valda- ránið 1967. Var hún þá orðin hálf blind af meðferðinni og átti í erfiðleikum andlega, af því maður hennar hafði verið fordæmdur af flokksforustunni. En 1960 var sú fordæming Partsalidis úr gildi felld og hann kosinn í framkvæmda- nefnd flokksins. En 1968 kom til ágreinings í flokknum á ný og klofnings, sem varð enn alvarlegri eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Mynduðu þá flestir þeir kommúnistar, sem störfuðu á laun í Grikklandi, „innanlands- flokk kommúnista". Meðal þeirra var auk Partsalidisar Manolis Glezos (sjá Rétt 1963 bls. 132—138), en hann er þjóðhetja Grikkja síðan á hernámsárunum. Partsalidis fór 1969 eftir 20 ára útlegð 132

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.