Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                            !   " #$% &' %(%#)*+%,-./  / % /     0   !   1 #$% &'%(%#)    . . 1 2                                     !                      !   "      # !  $#   !   "        # !      %& ''  " ( 1  2 )  #*#        #   + 3(,(-../#    /    ' ' -00/12.. % # 3  4(       EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skaut föstum skotum að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í setning- arræðu sinni á 60. ársþingi KSÍ, sem haldið var á Hótel Loftleiðum í gær- dag. Eggert sagði KSÍ engan veginn njóta réttlætis þegar verið væri að greiða út sameiginlega fjármuni íþróttahreyfingarinnar og bætti síð- ar við að svo virtist sem farið væri með fjármunina sem útspil í íþrótta- pólitík frekar en að jafnréttis- og jafnræðissjónarmið réðu þar ríkjum. Óásættanleg framkoma ÍSÍ Eggert sagði fjárhagsstyrk KSÍ hafa vaxið á undanförnum árum með markvissum vinnubrögðum og að hagnaður KSÍ hefði myndast en ekki verið í fjárstyrkjum frá Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, eins og oft væri haldið fram. „Ég fer ekki leynt með að ég er ánægður með árangur KSÍ á þessu sviði. KSÍ á að hluta til að reka eins og hvert annað fyrirtæki þó að auð- vitað megi ekki missa sjónar á að um félagsstarfsemi er að ræða. Þetta hefur verið stefnan á umliðnum ár- um. En aðhald og sterk fjár- málastjórnun er grunnur að styrk KSÍ til framtíðar,“ sagði Eggert og telur að velgengni KSÍ á fjárhags- sviðinu hafi skapað því öfund og bak- tal víða í íþróttahreyfingunni. „Ljóst er að KSÍ nýtur engan veginn rétt- lætis þegar verið er að greiða út sameiginlega peninga íþróttahreyf- ingarinnar og miða ég þá eingöngu við félagslegan styrk – stærð og fjölda iðkenda – knattspyrnuhreyf- ingarinnar.“ Eggert segir það óréttlæti sem fari mjög fyrir brjóstið á honum og sé forystu ÍSÍ til vansa. Virðist hon- um sem farið sé með sameiginlega fjármuni íþróttahreyfingarinnar sem útspil í íþróttapólitík frekar en að jafnréttis- og jafnræðissjónarmið ráði ríkjum. „En það á ekki að hegna eða refsa KSÍ fyrir góðan rekstur á meðan skussarnir í íþróttahreyfingunni eru verðlaunaðir. Gegn þessu óréttlæti mun ég berjast bæði í ræðu og riti og í einkasamtölum við forystumenn íþróttahreyfingarinnar. Svona fram- koma er óásættanleg.“ Endurbætt deildaskipulag Á næsta ári er hátíðarár hjá KSÍ en þá er 60 ára afmæli sambandsins. Af því tilefni bendir Eggert á að til- valið sé að móta nýja framtíð- arstefnu í deildaskipulagi knatt- spyrnunnar á Íslandi. „Það væri við hæfi og virðing við 60 ára afmæl- isbarnið að yngja það hressilega upp með nýju endurbættu framtíðar- skipulagi deildakeppninnar,“ segir Eggert en tillaga hans er sú að stjórn KSÍ verði falið að koma með heildartillögur í þeim efnum, hvað varðar framtíðarskipulag deilda- keppninnar, fjölgun liða og kröfur til mannvirkja. „Það er ljóst að það verður aldrei gert nema horft sé um leið á núver- andi deildaskipulag og athugað hvort tímabært sé að gera breyt- ingar á því. Það er líka ljóst í mínum huga að um leið og sú framtíðarsýn verður mótuð, þarf um leið að kynna að félögunum í þeirri deild, eða deildum, þar sem fjölgun ætti sér stað yrði settur ákveðinn tímarammi til að leikvangar þeirra fullnægi skil- yrðum sem sett yrðu sem forsenda fjölgunar í þeirri deild, eða þeim deildum,“ segir Eggert og telur eðli- legt að fyrstu tillögur verði lagðar fyrir formannafund í haust og síðan fullmótaðar tillögur fyrir ársþingið á næsta ári. Formaður KSÍ segir sambandið ekki njóta réttlætis þegar sameiginlegir fjármunir eru greiddir út til íþróttahreyfinga Farið með fjármuni sem útspil í íþróttapólitík Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Eggert Magnússon telur við hæfi að móta nýja framtíðarsýn knattspyrnu- mála á Íslandi í tilefni af 60. aldursári sambandsins árið 2007. DÓMNEFND Blaðamannaverð- launa Blaðamannafélags Íslands hefur komist að niðurstöðu um til- nefningar til verðlaunanna í ár. Í flokknum Besta umfjöllun árs- ins 2005 eru Auðunn Arnórsson, Jó- hann Hauksson og Svanborg Sig- marsdóttir, Fréttablaðinu, tilnefnd fyrir upplýsandi og vandaða umfjöll- un um ýmsar hliðar stjórnarskrár- málsins undir heitinu „Stjórnarskrá Íslands endurskoðuð“, Sigmar Guð- mundsson, Kastljósinu, RÚV, fyrir að fylgja eftir á vandaðan hátt upp- ljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi sem fram komu í bók um Thelmu Ásdísardóttur og Sunna Ósk Loga- dóttir, Morgunblaðinu, fyrir ítarlega og greinargóða umfjöllun um rekst- ur og starfsemi Landspítala – há- skólasjúkrahúss í kjölfar sameining- ar. Í flokknum Rannsóknarblaða- mennska ársins 2005 eru tilnefnd Anna G. Ólafsdóttir, Morgun- blaðinu, fyrir upplýsandi greina- flokk um fátækt og bresti í íslensku velferðarsamfélagi, Jóhannes Kr. Kristjánsson, NFS, fyrir afhjúpandi umfjöllun í fréttaþættinum Kompási um sívaxandi hlut „læknadóps“ á fíkniefnamarkaði og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir úttekt á einkavæðingu ríkisbank- anna og umtöluð fréttaskrif um að- komu áhrifamanna í aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs. Til Blaðamannaverðlauna Íslands 2005 eru tilnefnd Davíð Logi Sig- urðsson, Morgunblaðinu, fyrir vönd- uð skrif um Afganistan, alþjóðasam- starf og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, Gerður Kristný Guðjóns- dóttir blaðamaður fyrir óhefð- bundna blaðamennsku og ítarlegar rannsóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdísardóttur „Myndin af pabba“ og Jón Björgvinsson, fréttaritari Útvarpsins, fyrir lifandi fréttaflutn- ing af vettvangi heimsviðburða á hamfarasvæðum vítt og breitt um heiminn. Tilkynnt verður um sigurvegara í hverjum flokki á Pressuballi Blaða- mannafélagsins á Hótel Borg nk. laugardagskvöld. Dómnefnd hefur tilkynnt hverjir eru tilnefndir Blaðamannaverðlaunin verða afhent um næstu helgi „ÞAÐ er mokveiði, fullt af loðnu. Það vantar bara grænt ljós til að fá að veiða meiri loðnu,“ sagði Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni sem var að koma með loðnu til löndunar í Neskaupstað um hádegið í gær, laugardag, eftir veiðar vestan við Ingólfs- höfða. „Þetta er eins og í góðu loðnu- ári þarna í Meðallandsbugt og góð ganga sem hefur komið þarna. Þetta er miklu meiri loðna heldur en í fjörunum í fyrra.“ Bjarni segir Súluna eiga eftir nokkurn kvóta og því var stefnt á miðin á ný að lokinni löndun í gær. Áfram mokveiði á loðnu MARGAR námsmannafjölskyldur erlendis eru í vandræðum vegna þess að eftir að lögum um fæðing- arorlof var breytt á Alþingi árið 2004 misstu makar námsmanna erlendis rétt til fæðingarstyrks, að því er fram kom í máli Ástu Ragnheiðar Jóhannesdótt- ur, þingmanns Samfylking- ar, í umræðum á Alþingi. Ásta benti á að þegar lögunum var breytt hafi verið sett inn sem skýlaus skylda að sá sem fengi fæð- ingarstyrk yrði að vera með lögheimili á Íslandi, en áður var sagt í lögunum að það væri að jafn- aði sem menn þyrftu að eiga lög- heimili á Íslandi til þess að geta fengið fæðingarstyrk. Ásta gerði málið að umtalsefni í kjölfar frétta- flutnings um málið og beindi þeirri spurningu til félagsmálaráðherra hvort hann hefði gert sér grein fyr- ir því þegar lögunum var breytt að þessi hópur fólks myndi líða fyrir breytingarnar. Fram kom í svari Árna Magn- ússonar félagsmálaráðherra að mál- ið varðaði nokkur grundvallaratriði, þar á meðal jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar. „Réttur for- eldra, hvort sem er til greiðslna úr fæðingaror- lofssjóði eða greiðslu fæð- ingarstyrks er sjálfstæður réttur hvors foreldris fyrir sig. Lögin kveða á um rétt- indi foreldra eftir því hvort þeir eru virkir þátttakend- ur á vinnumarkaði, eru í námi eða standa utan vinnumarkaðar. Við mat á því til hvaða greiðslna for- eldri á rétt samkvæmt umræddum lögum er eingöngu litið til aðstæðna þess foreldris sem í hlut á. Þannig hafa aðstæður annars foreldrisins ekki áhrif á rétt hins,“ sagði Árni. Námsmenn hefðu hins vegar bent sér á ýmis atriði sem ástæða væri til þess að fara yfir varðandi lögin um fæðingar- og foreldraorlof og fæðingarstyrki. „Það erum við að gera og hugsanlega verða lagðar til breytingar á þeim lögum,“ sagði ráðherra. Rætt um fæðingar- styrki til maka námsmanna erlendis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir SALMONELLA greindist ekki í alifuglum hér á landi í fyrra, hvorki í eldi né við slátrun, að því er fram kemur á vef Yf- irdýralæknisembættisins. Alls voru tekin tæplega 80 þúsund sýni, helmingur úr eldi og hinn helmingurinn úr slátrun. Er þetta fyrsta árið síðan árið 2000 sem engin salmonella finnst við sýnatökur yfirdýra- læknisembættisins, en árið 2004 reyndist salmonella í 0,17% sýna og í 0,49% sýna árið 2003. Er þetta mun minna en fyrir um áratug síðan, en 1993 fannst salmonella í tæplega 15% sýna og í 10% árið 1994. Árið 1997 fannst í fyrsta skipti smit í und- ir 1% sýna, og hefur smit aldrei mælst í meira en 1% sýna síðan. Kampýlóbaktermengun í kjúklingum var mun minni árið 2005 en 2004. Árið 2005 greind- ist kampýlóbakter í 10,4% kjúk- lingasláturhópa, en í 19,2% árið áður. Hlutfallið hefur aldrei verið lægra síðan eftirlit með kampýlóbakter hófst í byrjun árs 2000. Engin salmonella hér á landi í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.